Fara í efni

Umhverfisnefnd

179. fundur 26. maí 2005

179. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 26. maí 2005, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.

Mættir voru:     Ingimar Sigurðsson (IS), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Hannes R. Richardsson (HR). Auk nefndarmanna sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri

Dagskrá fundarins

1.        Fundur settur

2.        Kortlagning náttúruminja. 

3.        Hreinsunardagur, skýrsla MÖG

4.        Garðaskoðun

5.        Fornleifarannsóknir

a)        Jarðsjármælingar við Bygggarðsvör

b)        Skýrsla MHA

6.        Staðardagskrá 21

7.        Önnur mál

8.        Fundi slitið

 

1. Fundur settur af formanni kl. 17:05

 

2. KÓ hefur rætt við Dagnýju Arnardóttur vegna verkefnisins en hún hefur fallist á að taka þetta verkefni að sér í sumar og haust.  Nefndin fær styrk frá Nýsköpunarsjóði.  Samþykkt að eiga fund með Dagnýju n.k. mánudag kl. 20:00.  SB, KÓ og IS falið að mæta þar.

 

3. Lögð fram skýrsla MÖG um hreinsunardaginn.  Heldur færri tóku þátt í átakinu nú en 2004.  Samþykkt að veita viðurkenningar til þeirra félagasamtaka er sköruðu framúr og verður það gert í tengslum við umhverfisviðurkenningar Seltjarnarnesbæjar síðar í sumar.

 

4. Stefnt er að garðaskoðun 13. og 14. júlí og afhendingu viðurkenninga 28. júlí.  Samþykkt að óska eftir því við Auglýsingastofu Þórhildar að hanna nýjar viðurkenningar fyrir hús og garða og leggja fyrir nefndina.  Samþykkt að MP verði umsjónarmaður með garðaskoðun.

 

5.  Fornleifarannsóknir

a. Tim Horsley framkvæmdi jarðsjármælingar við Bygggarðsvör í byrjun maí.  IS falið að kanna hjá Fornleifavernd hvenær skýrslu sé að vænta.  Samþykkt að SB og IS fundi með Fornleifavernd um framkvæmd uppmælinga rústa á túninu vestan Nesstofu.

b. Lokaskýrslu MHA er að vænta innan skamms en allur megintexti skýrslunnar er tilbúinn.

 

6. Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir vegna dælustöðvar við Tjarnarstíg og stöðu málsins.  Grunnskólafulltrúi hefur komið að máli við nefndina að óskað verði eftir fjárstyrk frá henni varðandi gerð námsefnis í umhverfisfræðslu fyrir nemendur í Grunnskóla Seltjarnarness.  Fram kom hjá HK að farið verði í útboð innan skamms, á losun grenndargáma fyrir allt höfuðborgarsvæðið.

 

7. Önnur mál

a. IS sat fund hjá Umhverfisstofnun 26. maí varðandi náttúruverndaráætlun fyrir Skerjafjörð og Álftanes. Erindis er að vænta frá UST.

b. Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun varðandi auglýsingar utan þéttbýlis.

 

8. Fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið klukkan 18:47

 

Ingimar Sigurðsson                     Stefán Bergmann                       

(sign.)                                       (sign.)                                      

                                               

Hannes R. Richardsson              Kristín Ólafsdóttir



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?