Fara í efni

Umhverfisnefnd

180. fundur 30. júní 2005

180. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 30. júní 2005, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.

Mættir voru:     Ingimar Sigurðsson (IS), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Hannes R. Richardsson (HR) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.

Dagskrá fundarins

1.        Fundur settur

2.        Bygggarðsvör, lokaskýrsla MHA

3.        Kortlagning forn- og náttúruminja. 

4.        Garðaskoðun 13. júlí n.k.

5.        Fuglatalning

6.        Staðardagskrá 21

7.        Önnur mál

8.        Fundi slitið

 

1. Fundur settur af formanni kl. 17:02

2. Lokaskýrsla MHA um Bygggarðsvör lögð fram. Samþykkt að umræða um skýrsluna fari fram á næsta fundi enda hafi allir nefndarmenn kynnt sér skýrsluna vel. Lokaeintökum skýrslunnar verður komið á Bókasafn Seltjarnarness og á heimasíðu bæjarins.

3. Kortlagning náttúruminja. KÓ gerði grein fyrir stöðu mála og mun hafa samband við Orra Vésteinsson til að ýta á eftir málunum, sbr. samþykkt nefndarinnar frá síðasta fundi.

4. Garðaskoðun 13. júlí n.k. - mæting á Eiðistorgið klukkan 19:30. Nefndarmenn ljúki forskoðun fyrir þann tíma og sendi á IS.  Afhending umhverfisverðlauna, ásamt verðlaunum fyrir þátttöku í Hreinsunardeginum, verður við hátíðlega athöfn þann. 28. júlí. Nefndinni hefur borist ábending um varðveislu stríðsminja í einkagörðum á Seltjarnarnesi. Samþykkt að veita viðurkenningar í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá stríðslokum.

5. Fuglatalning. IS tjáði fundarmönnum að Jóhann Óli Hilmarsson væri að ljúka við  fuglatalningu á Seltjarnarnesi. Skýrsla væntanlega lögð fram  á næsta fundi.

6. S21. SB vakti máls á nýafstaðinni Menningarhátíð og Jónsmessugöngu sem hvor tveggja fellur vel að S21. Sama má segja um nýtt útilistaverk við Hákarlaskúrinn, Kviku, eftir Ólöfu Nordal. Umhverfisnefnd lýsir yfir mikilli ánægju með framlög Menningarnefndar til S21.

Rætt um að fyrir lok kjörtímabils láti Umhverfisnefnd gera skýrslu um hvernig framkvæmd S21 hefur til tekist frá árinu 2000 og endurskoðun á tímaramma og markmið fram á næsta ár.

7. Önnur mál

Gróðursetningarferð Mýrarhúsaskóla í landi Seltjarnarness við Bolöldu var farin í júní.  IS kom fram þökkum til Umhverfisnefndar frá Fjólu Höskuldsdóttur kennara,  fyrir þátttöku í verkefninu en ferðin tókst að hennar sögn vel.

8. Fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið klukkan 18:38

 

Ingimar Sigurðsson                     Stefán Bergmann                        Magnús Örn Guðmundsson                        

(sign.)                                       (sign.)                                       (sign.)      

                                               

Hannes R. Richardsson              Kristín Ólafsdóttir

(sign.)                                       (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?