Fara í efni

Umhverfisnefnd

182. fundur 25. ágúst 2005

182. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 25. ágúst 2005, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.

Mættir voru:     Ingimar Sigurðsson (IS), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Hannes Richardsson (HR) og Magnús Örn Guðmundsson sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Hrafnhildur Sigurðardóttir fundinn.

Dagskrá fundarins

1.        Fundur settur

2.        Bygggarðsvör, lokaskýrsla MAH

3.        Kortlagning náttúruminja

4.        Erindi frá Gróðri fyrir fólk

5.        Erindi frá Golfklúbbi Ness um eyðingu gæsa

6.        Staðardagskrá 21 -kynnisferð til útlanda-

7.        Önnur mál

8.        Fundi slitið

 

1. Fundur settur af formanni kl. 17:05

 

2. Umhverfisnefnd þakkar MAH fyrir ítarlega, faglega og vel unna skýrslu um fornleifarannsóknir við Bygggarðsvör.  Skv. skýrslunni eru merkar fornminjar á svæðinu sem hugsað var undir verstöðina.   Með hliðsjón af því samþykkir nefndin að óska eftir því að vinnuhópinn um Bygggarðsvörina taki til starfa á ný, með það að leiðarljósi að finna nýjan stað fyrir endurgerð verstöðvarinnar.

 

3. Verkefnið er komið af stað og hafa Dagný Arnarsdóttir nemi í fornleifafræði og Elín Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur tekið það að sér.   Kostnaðaráætlun liggur fyrir í næstu viku. Áfangaskýrslu að vænta fyrir áramót og lokaskýrslu eftir áramót. Umhverfisnefnd hefur fengið styrk frá Nýsköpunarsjóði til verksins.

 

4. Borist hefur erindi frá félagsamtökunum vegna verkefnis við uppgræðslu. Samþykkt að styrkja verkefnið um þá fjárhæð sem sótt var um.

 

5. Tekið var fyrir erindi Golfklúbbs Ness um eyðingu gæsa á golfvellinum. Umhverfisnefnd felur bæjartæknifræðingi að kanna hvernig slíkum málum er háttað á öðrum golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu og leita álits hjá Jóhanni Óla Guðmundssyni fuglafræðingi.

 

6. S21, kynnisferð til útlanda. Erindið lagt fram og kynnt.

 

7. Önnur mál:

a) Fræðsluefni um umhverfismál fyrir grunnskóla. Lagt fram erindi frá Árna Árnasyni kennara í Mýrarhúsaskóla um gerð kennsluefnis. Nefndin mun skoða málið frekar.

 

8. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið klukkan 18:15

 

Ingimar Sigurðsson                Stefán Bergmann                                       

(sign.)                                       (sign.)

                                               

Hannes R. Richardsson       Kristín Ólafsdóttir

(sign.)                                       (sign.)

 

Magnús Örn Guðmundsson

(sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?