Fara í efni

Umhverfisnefnd

184. fundur 06. október 2005

184. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 6. október 2005, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.

Mættir voru:     Ingimar Sigurðsson (IS), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Hannes Richardsson (HR) og Magnús Örn Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Dagskrá fundarins

1.        Fundur settur

2.        Kortlagning náttúruminja, -staða-

3.        Fjölskyldustefna Seltjarnarness

4.        Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024, erindi frá Skipulags- og mannvirkjanefnd

5.        Staðardagskrá 21

6.        Önnur mál

7.        Fundi slitið

 

1.  Fundur settur af formanni kl. 17:05

 

2.  Farið yfir stöðu mála. Gengið frá samningi við Fornleifastofnun Íslands innan skamms.

 

3. Lögð fram drög að fjölskyldustefnu Seltjarnarness til umsagnar.  Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með að flestar tillögur hennar komi fram í fjölskyldustefnunni.  Nefndin gerir engar athugasemdir við fjölskyldustefnuna.

 

4.  Tekið fyrir erindi frá Skipulags- og mannvirkjanefnd þar sem óskað er eftir að umhverfisnefnd geri athugun á húsafriðun á Seltjarnarnesi. Umhverfisnefnd samþykkir að kanna ákvæði Húsafriðunarlaga og viðhorf Húsafriðunarnefndar til málsins.

 

Einnig voru lögð fram þemakort frá Alta yfir helstu fornminjar og náttúruvernd, til skoðunar. Þemakortin verða fylgirit aðalskipulagsins. Samþykkt að SB skili inn athugasemdum nefndarinnar til Skiplagsnefndar á fyrirhuguðum fundi hennar föstudaginn 7. október 2005.

 

5. S21. Umræður um Staðardagskrána, sér í lagi sorphirðu. Rætt um að fá upplýsingar úr Grænu bókhaldi bæjarins.

 

6. Önnur mál.

a) KÓ sagði frá áhugaverðum fundi hennar og MP með Sigrúnu Magnúsdóttur, forstöðumanni Sjóminjasafnsins vegna Grímsstaðarvarar.

b) Rætt um að koma upp upplýsingaskiltum við Bygggarðsvör í tengslum við fornleifarannsóknirnar.

c) Formaður beindi því til nefndarmanna að koma með hugmyndar vegna vinnu við fjárhagsáætlun fyrir 2006.

d) SB minntist á niðurstöður væntanlegrar skýrslu frá Heilbrigðisnefnd um mengun vegna skolps sem eru ekki í samræmi við væntingar.

 

7. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið klukkan 18:45

 

Ingimar Sigurðsson                     Stefán Bergmann                                       

(sign.)                                       (sign.)

                                               

Hannes Richardsson                   Kristín Ólafsdóttir

(sign.)                                       (sign.)

 

Magnús Örn Guðmundsson

(sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?