Fara í efni

Umhverfisnefnd

185. fundur 27. október 2005

185. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 27. október 2005, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.

Mættir voru:    Ingimar Sigurðsson (IS), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Margrét Pálsdóttir (MP) og Magnús Örn Guðmundsson sem ritaði fundargerð.  Einnig sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.

Dagskrá fundarins

1.        Fundur settur

2.        Samstarf við sjóminjasafnið í Reykjavík

3.        Fornleifar og skráning náttúruminja

4.        Staðardagskrá 21

5.        Önnur mál

a)        Erindi frá Landgræðslu ríkisins

b)        Ársfundur náttúruverndarnefndar sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 17.11.2005

c)        Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál

6.        Fundarslit

 

1.  Fundur settur af formanni kl. 17:05

 

2.  Sigrún Magnúsdóttir, forstöðukona Sjóminjasafns Reykjavíkur var gestur fundarins og viðraði hugmyndir sínar um samstarf við nefndina um uppbyggingu minja um sjósókn. IS gerði grein fyrir hugmyndum Umhverfisnefndar. Sigrún lagði fram kostnaðaráætlun um smíði tveggja manna báts sem er á döfinni. Nefndarmenn tóku jákvætt í hugmyndir Sigrúnar um að taka þátt í smíði bátsins sem væri staðsettur á Seltjarnanesi yfir sumartímann en í Sjóminjasafninu yfir vetrartímann.

 

3. Kristín gerði grein fyrir gangi mála. Kom fram að skráningarvinna er á lokastigi en vettvangsvinnu er lokið. KÓ mun senda tölvupóst til nefndarmanna um frekari framgang á næstunni.

 

4. Margréti Pálsdóttur falið að fá upplýsingar úr Grænu bókhaldi bæjarins, sem hefur nú verið fært í eitt ár.

 

5. Önnur mál

a. Erindi frá Landgræðslu ríkisins. Samþykkt að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

b. Ársfundur náttúruverndarnefndar sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 17.11.2005. IS formaður minnti nefndarmenn á fundinn.

c. Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál verður haldinn 31. október á Hótel Sögu.

d. Bréf frá Sorpu v/svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs lagt fram. Fjallað verður um bréfið á næsta fundi.

e. MP minntist á umhverfisnefndarpistla Þóru Þórisdóttur sem hafa verið birtir í tímaritinu Vikunni. Samþykkt að MÖG setji sig í samband við Þóru vegna umfjöllunar fyrir næsta Umhverfishorn í Nesfréttir.

f. Hauki Kristjáns falið að kanna hvernig hægt er að gera setlögin við Svartabakka sýnileg í framhaldi af fyrirspurn MP.

g. Námsefni tengt umhverfisnefnd. Stefán gerði grein fyrir stöðu mála. SB falið að halda áfram með verkefnið í samráði við Margréti og Hrafnhildi.

 

6. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið klukkan 18:40

 

Ingimar Sigurðsson                     Stefán Bergmann                                       

(sign.)                                       (sign.)

                                               

Margrét Pálsdóttir                        Kristín Ólafsdóttir

(sign.)                                       (sign.)

 

Magnús Örn Guðmundsson

(sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?