Fara í efni

Umhverfisnefnd

24. nóvember 2005

186. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 24. nóvember 2005, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.

Mættir voru:     Ingimar Sigurðsson (IS), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Margrét Pálsdóttir (MP), Lárus B. Lárusson (LBL) sem ritaði fundargerð. Einnig sátu fundinn Haukur Kristjánsson (HKr.) bæjartæknifræðingur, Hrafnhildur Sigurðardóttir (HS) leikskólafulltrúi og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.

Dagskrá fundarins

1.        Fundur settur

2.        Skýrsla Heilbrigðisfulltrúa

3.        Svæðisáætlun Sorpu

4.        Staðardagskrá 21

a)        Grænt bókhald (Stefán Bjarnason mætir á fundinn)

5.        Önnur mál

a)        Ársfundir ýmissa samtaka, skýrsla HS

b)        Svarti bakki (HKr.)

6.        Fundarslit

 

1.  Fundur settur af formanni kl. 17:05

 

4. Stefán Bjarnason var mættur á fund nefndarinnar og útskýrði hvernig grænt bókhald er fært hjá bænum og lagði fram yfirlit.  Stefnt er að því að fá Stefán aftur á fund nefndarinnar í byrjun febrúar 2006. Stefán yfirgaf fundinn kl 17:35.

 

2.  Skýrslan lögð fram en hún fjallar um skolpmengun við strandlengju  Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.  Haukur kynnti nefndinni líklegar ástæður mengunar og lagði fram skýrslu, sem hann hafði tekið saman varðandi ástæður mengunar og hvaða leiðir séu í undirbúningi til að draga úr eða koma í veg fyrir frekari mengun í kringum Seltjarnarnes.

 

3.  Skýrslan lögð fram og umræður.  Skýrslan fjallar um tillögu að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.  Ákveðið að vísa málinu áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

 

5. Önnur mál

a.  HS kynnti nefndinni hvað hafði farið fram á ársfundi náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 17. nóvember s.l.

HS greindi einnig frá Umhverfisþingi Umhverfisráðuneytisins, 18. til 19. nóvember sl.

 

b.  Haukur gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Svarta bakka.

 

7. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið klukkan 18:40

 

Ingimar Sigurðsson                     Lárus B. Lárusson                                     

(sign.)                                       (sign.)

                                               

Margrét Pálsdóttir                        Kristín Ólafsdóttir

(sign.)                                       (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?