Fara í efni

Umhverfisnefnd

187. fundur 22. desember 2005

187. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 22. desember 2005, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.

Mættir voru:      Ingimar Sigurðsson (IS), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Einnig sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.

Dagskrá fundarins

1.        Fundur settur

2.        Skýrsla um fuglatalningu

3.        Önnur mál

4.        Fundarslit

 

1.  Fundur settur af  formanni kl. 17:03.

2.  Skýrsla Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings, um varpfugla á Seltjarnarnesi sumarið 2005 lögð fram. Í henni eru kynntar niðurstöður fuglatalningar, sem framkvæmd var vorið og sumarið 2005. Nefndin fagnar greinargóðri skýrslu og telur hana koma að góðum notum við vöktun lífríkisins á Seltjarnarnesi.  Skýrslan verður sett á heimasíðu bæjarins.

3. Önnur mál

a) MP greindi frá sýningarbásum Landverndar um verkefnið Vistvernd í verki, sem hægt væri að setja upp í bókasafninu. Stefnt að því að setja sýninguna upp um miðjan janúar 2006.   HS mun kynna verkefnið Vistvernd í verki fyrir Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness á næstu vikum.  Nánar verður rætt um frekari kynningarstarfsemi á verkefninu á næsta fundi nefndarinnar.

c) SB fjallaði um stöðu mála í fræðsluverkefni Umhverfisnefndar fyrir grunnskólana. SB falið að ræða við Árna Árnason kennara um framhald verkefnisins.

d) SB benti á umfjöllun Landverndar á heimsíðu félagsins um Bolöldu.

 

4. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið klukkan 18:40. Formaður óskaði fundarmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

 

Ingimar Sigurðsson      Magnús Örn Guðmundsson                                       

(sign.span>                                (sign.)

                                              

Margrét Pálsdóttir                  Kristín Ólafsdóttir

(sign.)                                       (sign.) 

Stefán Bergmann

(sign.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?