Fara í efni

Umhverfisnefnd

166. fundur 29. apríl 2004

Dagskrá

1. Fundur settur

2. Hreinsunardagur 15. maí 2004

3. Bygggarðsvör, fornleifarannsóknir

4. Staðardagskrá 21, tímarammi framhald umræðna

a) Fjölskyldustefna b) Fræðslumál

5. Aðalskipulag

6. Garðaskoðun

7. Önnur mál

8. Fundi slitið

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sat fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur.

1. Fundur settur af formanni kl. 17:06

2. Hreinsunardagur 15. maí 2004

MÖG gerði grein fyrir stöðu mála. Nefndin hittist í íbúðum aldraðra næstkomandi mánudag og pakkar pokum. Pokunum verður svo dreift í öll hús ásamt auglýsingu 10. og 11. maí.

3. Bygggarðsvör, fornleifarannsóknir

Lagt fram og kynnt tilboð vegna forrannsókna á rústum við Bygggarðavör. Nefndin mun kanna tilboð frá fleiri aðilum.

4. Staðardagskrá 21, tímarammi framhald umræðna

S21 tímarammi.

a) Fjölskyldustefna: Vísað er til bréfs nefndar um mótun fjölskyldustefnu á Seltjarnarnesi. Nefndin samþykkir tillögu að svari sem unnin er af SB og KÓ og formanni falið að koma hugmyndum nefndarinnar til starfshópsins.

b) Rætt um fræðslumál og hugsanlega útgáfu kennsluefnis um náttúru Seltjarnarness til notkunar í grunnskólum bæjarins. Samþykkt að IS og SB fari á fund skólastjóra grunnskóla Seltjarnarness og ræði við hann og kynni hugmyndina.

5. Aðalskipulag

SB lagði fram lista yfir tiltæk gögn um Vestursvæðin á Seltjarnarnesi til skoðunar sem koma til álita nefndarinnar við gerð aðalskipulags. Gögnin verða tekin saman og dreift til nefndarmanna.

6. Garðaskoðun.

Stefnt er að garðaskoðun um miðjan júlí og afhendingu verðlauna í lok júlí.

7. Önnur mál.

a) Vistvernd í verki. Hrafnhildur hélt velheppnaða kynningu fyrir nefndarmenn og bæjarstjórn um verkefnið.

b) Umhverfisnefnd lýsir yfir mikilli ánægju með nýliðin Gróttudag á vegum Skólaskrifstofu Seltjarnarness og Tónlistarskólans.

8. Fleira ekki rætt. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 18:36.

Magnús Örn Guðmundsson Ingimar Sigurðsson Margrét Pálsdóttir

fundarritari (sign.) (sign.) (sign.)

Stefán Bergmann Kristín Ólafsdóttir

(sign.) (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?