Fara í efni

Umhverfisnefnd

188. fundur 09. mars 2006

188. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 9. mars 2006, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Einnig sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi.

Dagskrá fundarins

1.       Fundarsetning

2.       Vistvernd í verki -sýning í bókasafni-

3.       Staðardagskrárráðstefna í Reykholti

4.       Hreinsunardagur 2006

5.       Fræðsluverkefni fyrir grunnskólann

6.       Þjóðfræðisöfnun

7.       Önnur mál

8.       Fundarslit

 

1. Fundur settur af  formanni kl. 17:04.

 

2. Rætt um sýninguna sem sett var upp 15. janúar og stendur til 15. mars.

 

3. Haukur Kristjánsson var fulltrúi bæjarins á Staðardagskrárráðstefnunni. Haukur dreifði efni frá ráðstefnunni og greindi frá því markverðasta af ráðstefnunni.

 

4. Rætt um breytt fyrirkomulag á Hreinsunardeginum. Samþykkt að Magnús Örn taki að sér umsjón dagsins. Magnús kemur með tillögur á næsta fund. Frestað að ákveða dagsetningu, en ef til vill verður hreinsunarátak haldið í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

 

5. SB fór yfir stöðu mála.

 

6. Farið yfir erindi frá Hallgrími Sævarssyni um Þjóðfræðisöfnun og það rætt. IS lagði fram frekari punkta frá Hallgrími til yfirlesturs fyrir nefndarmenn. Samþykkt að taka erindið aftur fyrir á næsta fundi.

 

7. Önnur mál

a) Rætt um smíði tvíærings á vegum Sjóminjasafnsins í Reykjavík, í kjölfar kynningar Sigrúnar Magnúsdóttur á málinu. Samþykkt að styrka verkefnið um 300.000, en báturinn yrði til sýnis á Seltjarnarnesi á sumarmánuðum.

b) IS lagði fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs. Tekin fyrir á næsta fundi.

c) Tilkynnt að bæjarstjórn hafi tilnefnt SB sem fulltrúa Seltjarnarness í undirbúningshóp vegna málþings Veiðimálastofnunar um vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu.

e) SB ræddi um að taka saman skýrslu um verkefni nefndarinnar og helstu verkefni tengt S21.

f)  Rætt um hvað væri næst á dagskrá í sambandi við Bygggarðsvör að beiðni MP.

 

8. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið klukkan 18:40.

 

Ingimar Sigurðsson            Magnús Örn Guðmundsson                                            

(sign. )                                    (sign.)

                                               

Margrét Pálsdóttir                                Kristín Ólafsdóttir

(sign.)                                    (sign.)

 

Stefán Bergmann

(sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?