Fara í efni

Umhverfisnefnd

191. fundur 01. júní 2006

191. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 1. júní 2006, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB) og Lárus B. Lárusson (LBL), sem ritaði fundargerð.

Dagskrá fundarins

1.       Fundur settur

2.       Viðurkenningar til námsmanna í Valhúsaskóla

3.       Námsefnisgerð um umhverfismál

4.       Helstu verkefni nefndarinnar

5.       Erindi frá Fjárhags- og launanefnd um fornminjar

6.       Önnur mál

7.       Fundi slitið

 

1. Fundur settur af  formanni kl. 17:04

2. MP hefur umsjón með viðurkenningum til námsmanna í Valhúsaskóla.  Skólaslit verða 9. júní í Seltjarnarneskirkju.

3.  SB gerði grein fyrir stöðu mála og lagði fram drög að samningi milli Grunnskóla Seltjarnarness og Umhverfisnefndar.  Samþykkt að styrkja verkefnið með allt að kr. 500.000 á þessu ári.  Nefndin bindur miklar vonir við þetta verkefni. Nefndin felur formanni að ganga frá samningi við Grunnskóla Seltjarnarness.  Samþykkt að tilnefna Kristínu Ólafsdóttur sem tengilið nefndarinnar.

4. IS lagði fram endurskoðaðan lista yfir helstu viðfangsefni nefndarinnar á kjörtímabilinu.  SB lagði einnig fram samantekt  um viðfangsefni og árangur nefndarinnar á kjörtímabilinu.

5. Lagt fram erindi sem vísað var til nefndarinnar frá Fjárhags- og launanefnd um prufuskurð á lóð Nesbala 68 Seltjarnarnesi á vegum Fornleifastofnunar.  Erindinu frestað til næsta fundar.

6. Önnur mál:  Rætt um nýlegan þjóðlendu úrskurð.

7. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið 18:25

 

Ingimar Sigurðsson (sign)                                Lárus B. Lárusson (sign.)                                

 

Margrét Pálsdóttir                (sign.)                   Kristín Ólafsdóttir  (sign.)                  

 

Stefán Bergmann (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?