Fara í efni

Umhverfisnefnd

195. fundur 28. september 2006

195. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 28. september 2006

Mættir voru: Brynhildur Þorgeirsdóttir (BÞ), Brynjúlfur Halldórsson (BH), Hrafnhildur Sigurðardóttir (HS), Margrét Pálsdóttir (MP), Þór Sigurgeirsson (ÞS) og Helga Jónsdóttir (HJ) sem ritaði fundargerð.

Dagskrá fundarins:

1. Fundur settur

2. Staðardagskrá 21 - Hrafnhildur Sigurðardóttir

3. Bygggarðsvör

4. Styrkbeiðni frá Fornleifastofnun Íslands vegna beinafundar. (2006050063)

5. Ályktun um Reykjanesfólkvang lögð fram (2006098036)

6. Erindi Bjarna F Einarssonar varðandi rannsókn á Nesstofutúni (2004090023)

7. Önnur mál

 

  1. Fundur var settur af formanni klukkan 17:15
  2. Staðardagskrá 21 – Hrafnhildur Sigurðardóttir kynnti staðardagskrá 21 fyrir okkur. Hún mun koma bæklingi um málið til fulltrúa umhverfisnefndar.
  3. Bygggarðsvör – Þór lagði fram skýrslur frá fornleifafræðingunum Margréti H. Auðardóttur og T.J Horsley. Spurning er hvort rétt sé að halda þessu verkefni til streitu. Þór lagði fram tillögu að ekki yrði haldið áfram með þetta verkefni. Margrét kom með innlegg þar sem hún hefur komið nálægt þessu máli og var á sama máli og Þór. Ákveðið var að loka málinu þar sem umhverfisnefnd telur ekki forsendur fyrir ferkari fornleifarannsóknum við Bygggarðsvör að sinni en gerum tillögu um að sett verði upp upplýsingaskilti ásamt bekk þar sem greint verður frá sögu útræðis frá Bygggarðsvör.
  4. Styrkbeiðni frá Fornleifastofnun Íslands vegna beinafundar  við Nesbala. (20060540063). Umhverfisnefnd fór vel í gegn um þetta mál og var það samdóma álit nefndarinnar að hafna þessari styrkbeiðni.
  5. Ályktun um Reykjanesfólkvang lögð fram (2006098036). Við erum aðilar að Reykjanesfólkvangi og er lögð fram ályktun til eflingar skógræktar og útivistarsvæða.
  6. Erindi Bjarna F. Einarssonar varðandi rannsókn á Nesstofutúni (2004090023). Umhverfisnefnd var einróma samþykk því að ekki verði haldið áfram með þetta verkefni.
  7. Önnur mál. – Aðilar frá Gámaþjónustunni komust ekki á fund í dag en óskuðu eftir því að koma til okkar seinna. Hugsanlega verður það ekki fyrr en í nóvember. Samþykkt var að fá magntölur sorps frá bæjartæknifræðingi.  Skoða á hvaða vegi umhverfisfræðslan í grunnskólum bæjarins er. Formanni falið að afla upplýsinga um málið.
  8. Fundi slitið klukkan 18:45

Þór Sigurgeirsson (Sign)                                   Helga Jónsdóttir (Sign)

Brynhildur Þorgeirsdóttir (Sign)             Brynjúlfur Halldórsson (Sign)

Margrét Pálsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?