Fara í efni

Umhverfisnefnd

197. fundur 30. nóvember 2006

197. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 30, nóvember 2006

Mættir: Þór Sigurgeirsson (ÞS) Margrét Pálsdóttir (MP), Jónas Friðgeirsson (JF) Brynjúlfur Halldórsson(BH), Helga Jónsdóttir (HJ), Steinunn Árnadóttir, Haukur Kristjánsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir.

Fundargerð rituðu HJ og ÞS

Brynhildur Þorgeirsdóttir var fjarverandi og tók Jónas Friðgeirsson varamaður hennar sæti.

Gestir: Elías Ólafsson, Benóný Ólafsson, Jón Ísaksson, og Arngrímur Sverrisson frá Gámaþjónustunni og Birna Helgadóttir íbúi á Seltjarnarnesi notandi endurvinnslutunnu.

                                                                                                                           

1. Fundur settur kl. 17:05

 

2. Kynning frá Gámaþjónustunni – Jón, Benóný, Elías, Arngrímur - farið yfir þá þjónustu sem þeir bjóða upp á og þá þjónustu sem Seltjarnarnesbær kaupir af þeim.  Endurvinnslutunnan kynnt þar sem hægt er að flokka úrgang í eina tunnu, sótt mánaðarlega og verðið er 990 kr. abbr title="með">m vsk á mánuði. Gámaþjónustan tryggir að úrgangurinn verði endurunninn. Allur pappír og pappi má fara í tunnuna ásamt fernum, málmum, plasti.  Ávinningur, þægindi fyrir viðskiptavin, þarf ekki að fara á endurvinnslustöð, sparnaður við sveitarfélagið fyrir hvert kíló sparast 9,98 kr. sem fer í tunnuna.

Sýnt var myndband með upplýsingum um endurvinnslutunnuna. 

Birna Helgadóttir kynnti fyrir okkur hvernig hún flokkar heimilisrusl en hún hefur haft not af endurvinnslutunnunni í töluverðan tíma. Hún lýsti ánægju mikilli ánægju fjölskyldunnar með tunnuna.

 

3. Garðyrkjustjóri var fulltrúi Seltjarnarness á ársfundi Umhverfisstofnunnar nýverið. Hún fræddi nefndarmenn um efni fundarins og lagði fram fundargögn og upplýsingaefni frá Umhverfisstofnun.

 

4. Græni trefillinn – Skýrsla til stjórnar SSH. lögð fram til kynningar.

 

5. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs (2006110023) – uppgræðsluverkefni í

Bláfjöllum  – samþykkt að stykja verkefnið um 200.000 kr.

 

6. Önnur mál.

a) Ákveðið að einfalda Grænt bókhald. Eftirleiðis verða einungis mældir eftirfarandi 6 liðir: Ljósritunarpappír, eldsneyti, vatn, klór, baðsápa, rafmagn.

b) MP ítrekaði að Umhverfisnefnd fundaði með með skólastjórn Mýrarhúsaskóla í því skyni að koma á umhverfisfræðslu í skólanum. Formaður og varaformaður munu funda með skólastjórn skólans sem fyrst og koma þessu verkefni sem fyrri Umhverfisnefnd hafði undirbúið vel af stað.

 

Fundi slitið 18:55

 



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?