Fara í efni

Umhverfisnefnd

198. fundur 08. febrúar 2007

198. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness

8. febrúar 2007 kl. 17:00 í Bygggörðum

Fundur settur kl. 17:10

Mættir:

Margrét Pálsdóttir (MP), Haukur Kristjánsson (HK), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Hrafnhildur Sigurðardóttir (HS), Brynjúlfur Halldórsson (BH) og Helga Jónsdóttir (HJ) sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá

 

1.      Umhverfisfræðsla í Mýrarhúsaskóla

2.      Umsókn frá Nova fjarskiptafélagi um loftnetssendi á Dælustöð Hitaveitunnar við Lindarbraut sem og aðstöðu innandyra (2006120039)

3.      Umsókn frá Landgræðslu ríkisins varðandi uppgræðslu á Mosfellsheiði og við Hengil (2006110048)

4.      Lögð fram til kynningar ábending frá Sorpu varðandi gríðarlega aukningu dagblaða og pappírsúrgangs í samsetningu heimilissorps (2007010021)

5.      Lögð fram til kynningar samantekt og yfirlit yfir afgreiðslur Samvinnunefndar um miðhálendi Íslands (2007020026)

6.      Lögð fram til kynningar: drög að stefnu stjórnvalda í fornleifavernd á Íslandi (2006120060)

7.      Önnur mál

 

 

1.      Umhverfisfræðsla í Mýrarhúsaskóla – Formaður og varaformaður áttu fund með kennara og skólastjóra Mýrarhúsaskóla. Innan Mýrarhúsaskóla hafa verið fengnar til verksins þær Kristín Lárusdóttir og Sjöfn Lárusdóttir sem þegar hafa ýtt verkefninu úr vör með þemaverkefnum yngstu bekkjardeildanna. Nemendur nýta t.d. tilfallandi efni sem finnst í umhverfinu í ýmis verkefni. Í haust er áætlað að námsefni og frekari verkáætlun verði komin inn á heimasíðu skólans. Kennsluefni verður styrkt af umhverfisnefnd eins og viljayfirlýsing fyrri umhvefisnefndar kveður á um.

 

2.      Umsókn frá Nova fjarskiptafélagi um loftnetssendi á Dælustöð Hitaveitunnar við Lindarbraut sem og aðstöðu innandyra – Umhverfisnefnd kallar eftir frekari upplýsingum varðandi stærð aðstöðu innandyra á dælustöð og hæð mastursins sem óskað er eftir. Frestað til næsta fundar.

 

 

3.      Umsókn frá Landgræðslu ríkisins varðandi uppgræðslu á Mosfellsheiði og við Hengil -  Samþykkt var að veita Landgræðslunni 100.000 fyrir tiltekið uppgræðsluverkefni.

 

4.      Lögð fram til kynningar ábending frá Sorpu varðandi gríðarlega aukningu dagblaða og pappírsúrgangs í samsetningu heimilissorps -  Magn dagblaðaúrgangs er nú 26,6% og eykst frá ári til árs. Umhverfisnefnd vill vekja athygli á að þetta er stigvaxandi vandamál og kallar á aðgerðir stórnvalda til að stemma stigu við þessari þróun.

 

5.      Lögð fram til kynningar samantekt og yfirlit yfir afgreiðslur Samvinnunefndar um miðhálendi Íslands –

 

6.      Lögð fram til kynningar: drög að stefnu stjórnvalda í fornleifavernd á Íslandi

 

7.      Önnur mál –

 

-Formaður vakti athygli á því að kútter Sigurfari sem á að fara gera upp á Akranesi með stuðningi ríkisstjórnar var upphaflega keyptur til útgerðar á Seltjarnarnesi og gerður út héðan um árabil samkvæmt heimildum úr Seltirningabók Heimis Þorleifssonar.

 

Næsti fundir verður 22. febrúar

 

Þór Sigurgeirsson (sign)

Margrét Pálsdóttir (sign)

Helga Jónsdóttir (sign)

Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)

Brynjúlfur Halldórsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?