Fara í efni

Umhverfisnefnd

202. fundur 04. júní 2007

202. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness

4.júní 2007 kl 17:30 – 18:40

Mættir: Þór Sigurgeirsson (fundarritari), Margrét Pálsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson, Steinunn Árnadóttir, Haukur Kristjánsson

Helga Jónsdóttir forfallaðist.

Dagskrá:

  1. Umhverfisviðurkenningar 2007
  2. Endurvinnslutunnan
  3. Skipulag Örfirseyjar
  4. Merkingar við Gróttu og víðar
  5. Önnur mál
  1. Nefndarmenn eru nú þegar farnir að hafa augun hjá sér varðandi snyrtilega garða, hús og fyrirtækja-umhverfi sem til álita koma varðandi viðurkenningar í ár.
  2. Búið er að funda í tvígang með Gámaþjónustunni. Þeir munu hefja sínar markaðsaðgerðir eftir miðjan ágúst. Við munum að hluta til taka þátt í markaðsstarfinu ss. með aðstöðu fyrir sýningarbás í Bókasafni ofl.
  3. Umhverfisnefnd Seltjarnarness vill vekja athygli bæjarstjórnar á stórfelldum hugmyndum Reykjavíkurborgar um íbúabyggð á landfyllingum við norðan- og vestanverða Örfisrsey. Um yrði að ræða veruleg sjónræn áhrif fyrir íbúa á norðanverðu Seltjarnarnesi. Auk þess eru umferðarmannvirki svæðisins sem og tenging við Seltjarnarnes nú þegar að kalla fullnýtt.
    Byggð á þessu fyrirhugaða svæði sem og aukin íbúabyggð við Ánanaust kalla á heildarlausnir í umferðarmálum sem ekki hafa verið upp á yfirborðinu hingað til og ekki komið nein lausn á í tengslum við fram komnar tillögur um byggð.
    Bæjarstjórn Seltjarnarness er hvött til að taka þetta mál upp á vettvangi svæðiskipulags höfuðborgarsvæðisins
  4. Steinunn sýndi skilti sem setja átti upp í dag (05.06.07) við Gróttu. Umferð í eyjuna á banntíma er vaxandi vandamál og ljóst að merkingamál verða tekin til rækilegar endurskoðunnar fyrir næsta vor. Ef merkingar duga ekki mun umhvefisnefnd leggja til við bæjarstjórn að öll óviðkomandi umferð í Gróttu á tímabilinu 1. maí til og með 30. júni verði kærð til lögreglu.

Önnur mál:

  • Steinunn Árnadóttir sagði frá viðhafnarveifum fyrir ljósastaura sem til stendur að kaupa og nota á staura við Suðurstönd.
  • Erindisbréf fyrir umhverfisnefnd afhent
  • Margrét Pálsdóttir sagði frá afhendingu fjögurra útskrftargjafa í Valhúsaskóla.
  • Haukur Kr. sagði frá sameiginlegum aðgerðum SSH um fækkun sílamávs sem eru að hefjast. Þær felast í svæfingu fuglanna í varpstöðvum þeirra.

 

Þór Sigurgeirsson (sign)  Margrét Pálsdóttir (sign) Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)Brynjulfur Halldórsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?