202. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness
4.júní 2007 kl 17:30 – 18:40
Mættir: Þór Sigurgeirsson (fundarritari), Margrét Pálsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson, Steinunn Árnadóttir, Haukur Kristjánsson
Helga Jónsdóttir forfallaðist.
Dagskrá:
- Umhverfisviðurkenningar 2007
- Endurvinnslutunnan
- Skipulag Örfirseyjar
- Merkingar við Gróttu og víðar
- Önnur mál
- Nefndarmenn eru nú þegar farnir að hafa augun hjá sér varðandi snyrtilega garða, hús og fyrirtækja-umhverfi sem til álita koma varðandi viðurkenningar í ár.
- Búið er að funda í tvígang með Gámaþjónustunni. Þeir munu hefja sínar markaðsaðgerðir eftir miðjan ágúst. Við munum að hluta til taka þátt í markaðsstarfinu ss. með aðstöðu fyrir sýningarbás í Bókasafni ofl.
- Umhverfisnefnd Seltjarnarness vill vekja athygli bæjarstjórnar á stórfelldum hugmyndum Reykjavíkurborgar um íbúabyggð á landfyllingum við norðan- og vestanverða Örfisrsey. Um yrði að ræða veruleg sjónræn áhrif fyrir íbúa á norðanverðu Seltjarnarnesi. Auk þess eru umferðarmannvirki svæðisins sem og tenging við Seltjarnarnes nú þegar að kalla fullnýtt.
Byggð á þessu fyrirhugaða svæði sem og aukin íbúabyggð við Ánanaust kalla á heildarlausnir í umferðarmálum sem ekki hafa verið upp á yfirborðinu hingað til og ekki komið nein lausn á í tengslum við fram komnar tillögur um byggð.
Bæjarstjórn Seltjarnarness er hvött til að taka þetta mál upp á vettvangi svæðiskipulags höfuðborgarsvæðisins - Steinunn sýndi skilti sem setja átti upp í dag (05.06.07) við Gróttu. Umferð í eyjuna á banntíma er vaxandi vandamál og ljóst að merkingamál verða tekin til rækilegar endurskoðunnar fyrir næsta vor. Ef merkingar duga ekki mun umhvefisnefnd leggja til við bæjarstjórn að öll óviðkomandi umferð í Gróttu á tímabilinu 1. maí til og með 30. júni verði kærð til lögreglu.
Önnur mál:
- Steinunn Árnadóttir sagði frá viðhafnarveifum fyrir ljósastaura sem til stendur að kaupa og nota á staura við Suðurstönd.
- Erindisbréf fyrir umhverfisnefnd afhent
- Margrét Pálsdóttir sagði frá afhendingu fjögurra útskrftargjafa í Valhúsaskóla.
- Haukur Kr. sagði frá sameiginlegum aðgerðum SSH um fækkun sílamávs sem eru að hefjast. Þær felast í svæfingu fuglanna í varpstöðvum þeirra.
Þór Sigurgeirsson (sign) Margrét Pálsdóttir (sign) Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)Brynjulfur Halldórsson (sign)