Fara í efni

Umhverfisnefnd

206. fundur 13. desember 2007

Mættir: Brynjúlfur Halldórrsson (BH), Brynhildur Þorgeirsdóttir (BÞ), Margrét Pálsdóttir (MP), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Steinunn Árnadóttir (SÁ) og Helga Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundur var settur kl. 17:15 og slitið 18:50

Dagskrá:

  1. Gestur fundarins Kristinn Haukur Skarphéðinsson líf - og fuglafræðingur fjallaði um náttúrufar og fuglalíf í Suðurnesi.

  2. Tillaga formanns um bann við tilgreindum tegundum hunda á Seltjarnarnesi og þar með breytingar á 7. og  9. grein samþykktar um hundahald á Seltjarnarnesi.

  3. Önnur mál
  • Örmerkingar gæludýra.
  • Styrkbeiðni frá Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs
  • Styrkbeiðni frá Landgræðslu Íslands vegna uppgræðsluverkefnis.
  • Vefmyndavél í Gróttu
  • Deiliskipulag vestursvæðis - Fundur með Hornsteinum og VSÓ í janúar.
  • Erindi frá Menningarnefnd vísað til Umhverfisnefndar

 

  1. Gestur fundarins Kristinn Haukur Skarphéðinsson, líf - og fuglafræðingur fjallaði um náttúrufar og fuglalíf í Suðurnesi.

  2. Tillaga formanns um bann við tilgreindum tegundum hunda á Seltjarnarnesi og þar með breytingar á 7. og  9. grein samþykktar um hundahald á Seltjarnarnesi.

    Breytingatillagan (viðbót) við 9. grein hundahaldssamþykktar Seltjarnarness hljóðar svo:

    Bæjarstjórn bannar með öllu eftirtaldar tegundir hunda á Seltjarnarnesi. Pit Bull Terrier, Fila Brasileiro, Tosu Inu, Dogo Argentino, blendingar af fyrrtöldum tegundum, blendingar af úlfum og hundum, og aðrar þær tegundir sem hættulegar eða óæskilegar teljast af fenginni reynslu eða mati sérfróðra aðila.

    Við 7. grein óskast óskast bætt við 3 málsgrein:

    Hafi eigandi ástæðu til að ætla að hundur sé grimmur eða varasamur skal eigandi sjá til þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis síns svo ganga megi óhindrað að útidyrum viðkomandi húss.

 

 3. Önnur mál

  • Örmerkingar gæludýra – Beiðni hafnað um þáttöku í verkefninu hafnað.
  • Styrkbeiðni frá Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs – Samþykkt að styrkja Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs um 150.000 kr.
  • Styrkbeiðni frá Landgræðslu Íslands vegna uppgræðsluverkefnis.- Ákveðið er að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
  • Vefmyndavél í Gróttu – Málið er í vinnslu hjá Tæknideild
  • Deiliskipulag vestursvæðis - Fundur með Hornsteinum og VSÓ áformaður í janúar
  • Erindi frá Menningarnefnd vísað til Umhverfisnefndar – Erindið verður tekið með í fyrirhugað skilta og merkinga átak vestursvæða sem er liður í deiliskipulagsvinnu sem er að hefjast.
  • Erindi Guðmundar Ásgeirssonar – Endurbygging leiðarmerkis í Suðurnesi, Samþykkt

 

Brynjúlfur Halldórsson (sign) Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign) Helga Jónsdóttir (sign)

Margrét Pálsdóttir (sign) Þór Sigurgeirsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?