Fara í efni

Umhverfisnefnd

209. fundur 03. apríl 2008

209. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 3.apríl kl 17:15

Mættir: Þór Sigurgeirsson, Helga Jónsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson og Steinunn Árnadóttir

Gestur: Þórhildur Þórhallsdóttir frá Þekkingarmiðlun.

Fundur settur 17:15 og slitið 18:45

Dagskrá:

 1. Heimsókn og kynning frá Þekkingarmiðlun Þórhildur Þórhallsdóttir
 2. Græna tunnan á Seltjarnarnes – aðgerðaplan
 3. Hreinsunarvika 2008 – undirbúningur
 4. Önnur mál

 

 1. Heimsókn og kynning frá Þekkingarmiðlun. Þórhildur Þórhallsdóttir kynnti námskeið sem fyrirtækið er að fara af stað með og snýr að umhverfismálum almennt og viðhorfi til þeirra. Þórhildur og SÁ munu í framhaldi skoða mögulegt samstarf.

 2. Græna tunnan á Seltjarnarnes (2008040010) – aðgerðaplan lagt fram og samþykkt samhljóða með fyrirvara um samþykki Fjárhags og launanefndar. ÞS fundar með Fjárhagssviði um nánari útfærslu umsóknakerfis.

 3. Hreinsunarvika 2008 2.- 8 maí. Ýmsar hugmyndir að kynningu og framkvæmd ræddar. BÞ aflar gagna um nýtt markaðsefni.  Nánari útfærsla ákveðin í samráði við SÁ á næstu vikum.

 4. Önnur mál
  Ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefndar kynntur
  Vefmyndavél í Gróttu sem tengd verður heimasíðu bæjarins er tilbúin til uppsetningar og verður sett upp á allra næstu dögum.
Þór Sigurgeirsson (sign)

Helga Jónsdóttir (sign)

Margrét Pálsdóttir (sign)

Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)

Brynjúlfur Halldórsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?