210. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness
29.apríl 2008 kl 17:00 – 18:15
Mættir: Þór Sigurgeirsson, Margrét Pálsdóttir, Helga Jónsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.
Dagskrá:
- Hreinsunarvika 2008
- Veggjakrot
- Skiltamál á Snoppu og við Gróttu
- Vefmyndavél í Gróttu
- Skrúðgarðurinn við Suðurströnd
- Fuglatalning á Seltjarnarnesi 2007
- Verkefnum skipt á milli nefndarmanna. Hreinsunarvikan í góðu verkferli undir stjórn SÁ
Samið við Gróttu um pökkun og dreifingu á sumargjöf Umhverfisnefndar.
- Samþykkt að beina til bæjarstjórnar að hert verði á viðurlögum við veggjakroti og verði einhver uppvís að slíku verði það umsvifalaust kært til lögreglu. SÁ með innslag í næstu Nesfréttir um málið.
- Samþykkt að fela SÁ að setja upp skilti á íslensku og ensku sem gerir öllum ljóst að bílaplanið á Snoppu við Gróttu er ekki gististaður fyrir fólk í húsbílum eins og talsvert bar á síðastliðið sumar. Auk þess skal yfirfara skilti sem banna umferð í Gróttu yfir varptímann.
- Vefmyndavél í Gróttu verður sett upp um leið og varptíma lýkur. Tæknileg vandamál töfðu verkið.
- Skrúðgarðurinn við Suðurströnd – Umhverfisnefnd telur löngu tímabært að flytja hátíðahöld bæjarbúa aftur út undir bert loft og hvetur til þess að þessi glæsilegi garður verði notaður til hátíðahalda vegna þjóðhátíðardagsins 17. júní.
- Fuglatalning á Seltjarnarnesi 2007 – Skýrsla Jóhanns Óla Hilmarssonar lögð fram til kynningar
Þór Sigurgeirsson (sign) Margrét Pálsdóttir (sign) Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)
Helga Jónsdóttir (sign) Brynjúlfur Halldórsson (sign)