Fara í efni

Umhverfisnefnd

19. febrúar 2009

217. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 19. febrúar 2008 á bæjarskrifstofu

Mættir: Þór Sigurgeirsson, Margrét Pálsdóttir, Helga Jónsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson. Ólafur Melsted,

Fundur settur kl. 17:15

Dagskrá:

 1. Heildarstaða deiliskipulags á Seltjarnarnesi, kynning skipulagsstjóra á stöðu og framtíðarsýn deiliskipulagsmála 
 2. Deiliskipulagsmál:
  a.    Staða deiliskipulagsmála í vinnslu:
  i.              Lambastaðahverfi
  ii.             Bakkahverfi
  iii.            Vestursvæði (afgreiðsla nefndar)
 3. Vinnuskóli og vinna ungmenna sumarið 2009:
 4. Önnur mál.

 


 1. Heildarstaða deiliskipulags á Seltjarnarnesi, kynning skipulagsstjóra á stöðu og framtíðarsýn deiliskipulagsmála  - kynning á þeim deiliskipulögum sem eru í gangi og framtíðarsýn í deiluskipulagsmálum næstu ára. Stefnt er að því að klára deiliskipulag fyrir öll hverfi bæjarins fyrir 2013. Tillaga var sett fram að hverfi bæjarins yrðu nefnd eftir gömlum bæjarnöfnum eða staðarheitum. Haft var samráð við Heimir Þorleifsson sagnfræðing við nafngiftir á hverfum.
 2. Deiliskipulagsmál:
  a.    Staða deiliskipulagsmála í vinnslu:
  i.    Lambastaðahverfi – Vinna við deiliskipulag stendur yfir
  ii.    Bakkahverfi – kynning á deiliskipulagi verður í húsi Björgunarsveitarinnar Ársæls fimmtudaginn 26. febrúar nk.
  iii.    Vestursvæði (afgreiðsla nefndar) – Deiliskipulag Vestursvæðis kynnt. Svæðið verður hverfisverndað. Deiliskipulagið er samþykkt í Umhverfisnefnd.
 3. Vinnuskóli og vinna ungmenna sumarið 2009: - farið var yfir áætlun fyrir vinnuskólann í sumar. Umhverfisnefnd fagnar metnaðarfullum áætlunum varðandi skipulag og umfang þeirra starfa sem ungmennum og vinnuskólaunglingum eru ætluð á sumri komanda.
 4. Önnur mál.
  a.    Haldin verður ráðstefna um S21,  21. og 22. mars n.k. SÁ og ÓM munu sækja ráðstefnuna fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar.
  b.    Kynning á stöðu Hjúkrunarheimilis – Breyting á aðalskipulagi í auglýsingu og forval á arkitektastofum er í auglýsingu.
  c.    Kynning á bílastæðahugmynd á ráðhúsreit. Möguleiki að setja 52 stæði sem mun vera viðbót við stæði vegna aðstöðu við næsta nágrenni, þ.m.t. íþróttasvæði, leikskóla, Eiðistorg
  d.    Kynnt var teikning 103 bílastæða á lóð ÍAV á Hrólfskálamel sem munu nýtast fyrir gesti íþróttasvæðis. Þessi kostur er ekki varanleg – heldur einungis á meðan ÍAV hefur ekki hafið frekari uppbyggingar á Hrólfskálamel
  e.    Fyrirhugað er að setja hraðahindrun á Suðurströnd þar sem umferðarljós eru fyrir.
  f.     Umsókn um styrk frá Seeds sjálfboðaliðastarfi kynnt. Umsókn er hafnað.
  g.    Hugmynd sett fram af ÞS um að framkvæmdastjóri Tækni- og umhverfissviðs láti útbúa svæði t.d. á hluta grasvallar á Valhúsahæð, Plútóbrekku og/eða á grasbala ofan við geymslusvæði tækja við Bygggarða, þar sem áður voru knattspyrnumörk, fyrir 4 -5 stuttar par 3 golfæfingabrautir fyrir almenning sem ekki er skráður í golfklúbb. Þetta mun ekki kalla á neina deilskipulagsbreytingu – enda varla um jarðrask að ræða. ÓM mun koma með tillögu.
  h.    Grenndargámar – hugmynd að þeim yrði komið fyrir á bílaplani á ráðhúsreit.
  i.      ÓM  kynnti hugmynd að jarðgera gras og allar afklippur sem gengur af í sumar af svæðum bæjarins.
  j.      Ekki verður mögulegt að deila svæðum þar sem skólagarðar og gömlu matjurargarðar voru, til ræktunar þar sem kartöfluhnúðormur er í garðinum og því er ekki möguleiki að nýta það svæði til matjurtagarða. Hvíla þarf garðana í áratug. Skoðað verður hvort möguleiki sé að finna aðra spildu undir matjurtargarða.
  k.    ÞS kynnti heimsókn á leikskólann Mánabrekku þar sem hann fundaði með umhverfisnefnd leikskólans.
  l.      MP setti fram fyrirspurn vegna umhverfistunnunnar. Flestir íbúar hafa haldið áfram að nýta sér tunnurnar eftir að tilboði bæjarins um sex gjaldfrjálsa mánuði lauk.
  m.   MP tók stöðuna á nokkrum málum eins og grænu bókhaldi bæjarins, stöðu umhverfismála í Mýrarhúsaskóla, skilta og merkingamálum.

 

Fundi slitið kl. 18:50

 

 

 

Helga Jónsdóttir (sign)           Margrét Pálsdóttir (sign)        Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)

Þór Sigurgeirsson (sign)        Brynjúlfur Halldórsson (sign)

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?