Fara í efni

Umhverfisnefnd

21. apríl 2009

219. fundur umhverfisnefndar 21. apríl 2009 að Austurströnd 2

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Jónas Friðgeirsson , Helga Jónsdóttir, Steinunn Árnadóttir, Ólafur Melsted

Gestir: Hilmar Malmquist, Stefán Bergman

Fundur var settur kl. 17:15

Dagskrá:

  1. Skýrsla um lífríki Bakkatjarnar, kynning frá Hilmari Malmquist.
  2. Uppgræðsla í beitarhólfi á Mosfellsheiði, Hengilssvæði og nágrenni, erindi frá Landgræðsu ríkisins. 
  3. Kynning á Yrkjusjóðnum og beiðni um óskir og ábendingar, erindi frá Yrkjusjóðnum.
  4. Vinnuskóli og vinna ungmenna sumarið 2009.
  5. Merkingar á Seltjarnarnesi, hugmyndir framkvæmdastjóra.
  6. Hreinsunarvika í maí.
  1. Skýrsla um lífríki Bakkatjarnar, kynning frá Hilmari Malmquist. – Skýrslan verður aðgengileg á heimasíðu bæjarins.
  2. Uppgræðsla í beitarhólfi á Mosfellsheiði, Hengilssvæði og nágrenni, erindi frá Landgræðsu ríkisins.  – erindi 2008/12-0009 lagt fram. Árangur var mjög góður. Óskað eftir framlagi 100.000 kr. – erindi samþykkt.
  3. Kynning á Yrkjusjóðnum og beiðni um óskir og ábendingar, erindi frá Yrkjusjóðnum. Erindi  lagt fram til kynningar.
  4. Vinnuskóli og vinna ungmenna sumarið 2009. Fjöldi ungmenna hefur sótt um starf hjá bænum. Reynt verður að koma sem flestum til vinnu. Þau munu sinna ýmsum störfum á vegum bæjarins.
  5. Merkingar á Seltjarnarnesi, hugmyndir framkvæmdastjóra. Hugmyndir framkvæmdastjóra tækni og umhverfissviðs ræddar.
  6. Hreinsunarvikan í ár verður 15-22 maí n.k. Bæjarstarfsmenn og aðrir munu hreinsa opin svæði bæjarins og verða afklippur og annar gróðurúrgangur tekinn jafnóðum. Auglýst verður í Nesfréttum og á vefsíðu bæjarins.
  7. Önnur mál
    a.    Átak hefur verið í gangi að fjarlægja bílhræ úr bænum.
    b.    Bókarkaup vegna viðurkenninga fyrir nemendur úr Valhúsaskóla. MP mun sjá um það.
    c.    Grendargámar eru núna við Orkuna á Eiðistorgi en verða fluttir á plan við ráðhúsreit.
    d.    Lausaganga hunda og katta rætt. Umhverfisnefnd vill árétta að hunda ber að hafa í bandi.

 

Helga Jónsdóttir (sign)           Margrét Pálsdóttir (sign)        Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)

Jónas Friðgeirsson (sign)       Brynjúlfur Halldórsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?