220. fundur umhverfisnefndar þriðjudaginn 19. maí 2009 kl. 17:15 á Bæjarskrifstofu
Mættir: Brynhildur Þorgeirsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Brynjúlfur Halldórsson, Helga Jónsdóttir, Ólafur Melsted og Steinunn Árnadóttir
Fundur settur kl. 17:15
Dagskrá:
- Merkingar á Seltjarnarnesi, kynning frá Mannviti verkfræðistofu.
- Hreinsunarvika í maí
- Lausaganga katta, erindi frá íbúa
- Ársskýrsla Umhverfisstofnunar lögð fram til kynningar
- Önnur mál
- Merkingar á Seltjarnarnesi, kynning frá Mannviti verkfræðistofu - Hörður Bjarnason verkfræðingur frá Mannvit fór yfir stöðu merkinga og vegvísa í bænum og benti á að ýmsu er ábótavant í þeim efnum. Áhugaverð kynning og þörf. Umhverfisnefnd og Tækni- og umhverfissvið munu hafa þessa kynningu til hliðsjónar við umbætur sem fram undan eru í þessum málum.
- Hreinsunarvika í maí. Hreinsunarvika er í gangi þessa dagana og gengur vonum framar. Margir að taka til hendinni og starfsmenn Þjónustumiðstöðvar öflugir í að fjarlægja garðaúrgang bæjarbúa.
- Lausaganga katta, erindi frá íbúa – mál nr. 2009-04-0067. Tækni og umhverfissvið falið að koma með tillögur að uppfærðri kattasamþykkt bæjarins með það að leiðarljósi að kattahald verði háð leyfi samanber hundahald.
- Ársskýrsla Umhverfisstofnunar, lögð fram til kynningar
- Önnur mál
a. Iðunnar reitur – Mikið er um glerbrot og annan óþrifnað á lóð Iðunnar. Lóð verður hreinsuð samkvæmt ÓM/SÁ
b. Umhverfisviðurkenningar – verða veittar í byrjun ágúst
c. Grasvöllur á Valhúsahæð – var ekkert notaður árið 2008 og ekki stefnir í neina notkun svæðisins 2009. ÞS gerði tillögu um að þarna yrði æfingasvæði fyrir golfara í sumar. Samþykkt að fela ÓM/SÁ útfærslu.
Fundi slitið 18:15
Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)
Þór Sigurgeirsson (sign)
Brynjúlfur Halldórsson (sign)
Helga Jónsdóttir (sign)