Fara í efni

Umhverfisnefnd

24. september 2009

222. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness – 24. 09. 2009 – í Nesi við Seltjörn. Kl 17:15

Mættir: Helga Jónsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Brynjúlfur Halldórsson. Ólafur Melsteð

Dagskrá:

 1. Kynning á starfsemi Lækningaminjasafns og Lyfjasafns í Nesi
 2. ÓM fer yfir stöðu á deiliskipulögum í vinnslu
 3. Hunda og kattasamþykktir bæjarins
 4. Styrkbeiðni frá Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs
 5. Umhverfisþing 2009
 6. Önnur mál

 

 1. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir safnstjóri fór yfir starfsemi safnins og kynnti þá starfsemi og uppbyggingu sem fram fer á safnareitnum. Anna er með margar skemmtilegar hugmyndir og gerði hún góða grein fyrir framtíð safnsins og einnig sínum persónulegu hugmyndum varðandi starfsemina.
 2. ÓM fór yfir stöðu þeirra deilskipulaga sem eru í vinnslu og auglýsingu.
 3. Lið 3 var frestað til næsta fundar vegna fjarveru SÁ
 4. Samþykkt var að styrkja Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs um 100.000 kr vegna vinnu þeirra samtaka með grunnskólunum á Seltjarnarnesi
 5. Samþykkt að ÓM og SÁ verði fulltrúar Seltjarnarness á Umhverfisþingi 2009
 6. Önnur mál voru engin að þessu sinni

 

Fundi slitið 18:45

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?