Fara í efni

Umhverfisnefnd

30. júní 2010

 

228. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 30. júní kl. 17:00 í húsnæði Tækni- og umhverfissviðs að Austurströnd 3

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Andri Sigfússon, Helgi Þórðarson, Brynjúlfur Halldórsson og Steinunn Árnadóttir.

Fundur settur kl. 17:16.

Dagskrá.

 1. Skipting embætta
 2. Garðaskoðun
 3. Verklegar framkvæmdir í sumar og haust
 4. Staðardagskrá 21
 5. Önnur mál

 

 1. MP setti fundinn og bauð nýkjörna Umhverfisnefnd velkomna til starfa og lagði til eftirfarandi skiptingu embætta: Elín Helga Guðmundsdóttir tæki að sér varaformennsku og Andri Sigfússon tæki að sér að vera ritari. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Eitt af verkefnum Umhverfisnefndar á þessum árstíma er garðaskoðun. Hún verður í júlí og skiptu nefndarmenn hverfum á milli sín til skoðunar. Valinn verður garður og gata ársins auk annarra viðurkenninga.

 

 1. SÁ fór yfir verklegar framkvæmdir í sumar og haust hjá Seltjarnarnesbæ. Sagði hún frá verkefnum unglingavinnu, vinnuskólans og áhaldahússins.

 

 1. SÁ sagði frá Staðardagskrá 21 sem Seltjarnarnesbær tekur þátt í. Nefndarmenn voru ánægðir með moltugerð bæjarins. SÁ fór yfir hvað fælist í grænu bókhaldi og vistvænum innkaupum.

 

 1. Önnur mál:
  1. HÞ spurði um upplýsingaskilti. Umræða varð um uppsetningu á þeim. Í kjölfarið var rætt um Vestursvæðin og golfvöllinn.
  2. Kattasamþykkt var rædd
  3. Athugasemd frá Ólafi Egilssyni v/ hleðslu á vegg á Valhúsahæð. SÁ er með málið í ferli.
  4. Græna hornið í Nesfréttum. BH tekur að sér skrif í næsta blað.
  5. BH lýsti ánægju með nýkjörna Umhverfisnefnd. Einnig vonar hann að nefndin vinni að því með markvissum hætti að vera  sýnileg og virk á þessu kjörtímabili.

 

Fundi slitið kl. 18:45.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?