Fara í efni

Umhverfisnefnd

05. október 2010

 

229. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 5.október 2010 kl. 17:00 í húsnæði Tækni- og umhverfissviðs að Austurströnd 3

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Andri Sigfússon, Brynjúlfur Halldórsson og Steinunn Árnadóttir. Helgi Þórðarsson boðaði forföll Sigrún Pálsdóttir frá Landvernd.

Fundur settur kl. 17:03.

Dagskrá:

 1. Bláfánaverkefnið. Sigrún Pálsdóttir verkefnisstjóri hjá Landvernd kynnir verkefnið.
 2. Vistvernd í verki.  
 3. Kattasamþykkt.
 4. Stríðsminjar á Valhúsahæð.
 5. S - 21.
 6. Fjárhagsstaða umhverfisnefndar.
 7. Nýútgefið hjóla- og göngustígakort Seltjarnarness.
 8. Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitafélaga árið 2010
 9. Önnur mál.

 

 1. SP kynnti Bláfánaverkefnið fyrir nefndarmönnum.
 2. Fjallað var um bókina Vistvernd í verki. Endurútgáfa hennar er í vinnslu og munu nýir nefndarmenn fá bókina þegar hún verður tilbúin.
 3. Umræða um kattarsamþykkt. Samþykkt að senda kattarsamþykktina til bæjarstjórnar.
 4. Ólafur Egilsson bent á stríðsminjar á Valhúsahæð sem væru að grotna niður. MP skoðaði málið ásamt Steinunni garðyrkjustjóra, Nikulási frá Húsafriðunarnefnd og Magnúsi frá Fornleifavernd. Í athugun er að hlaða byrgið aftur og merkja
 5. SÁ kynnti stuttlega Staðardagskrá 21 fyrir nefndarmönnum. Ítarleg kynning mun SÁ kynna síðar.
 6. MP fór yfir fjárhagsstöðu umhverfisnefndar.
 7. Hjóla-, hlaupa- og göngustígakort hefur verið gefið út í sameiningu af Umhverfisnefnd og Íþrótta- og tómstundarráði. Glæsilegt kort sem var dreift inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi. Ákveðið var að taka þátt.
 8. Ársfundur Umhverfisstofnunar og nátturuverndarnefna sveitafélaga verður haldinn 29.október í Borgarnesi. Ákveðið að MP og SÁ fari á fundinn fyrir hönd nefndarinnar.
 9. Önnur mál
  1. Fundardagsetningar og tímasetningar. Sammála um að halda þriðjudagsfundi kl. 17:15.
  2. Skrif í Nesfréttir. Ákveðið að halda áfram skrifum í Nesfréttum enda ein mikilvægasta auglýsing nefndarinnar.
  3. Kanínur á Nesinu. Hún hefur sést. Ákveðið að nefndin kynni sér málið.
  4. Fuglahald. BH spyr hvar ljósmyndarar geta sent myndir af t.d. fuglum. Ákveðið að vekja athygli á að hægt sé að senda Ásu skjalastjóra bæjarins myndir af fuglum og náttúru Seltjarnarness.

 

 

 

Fundi slitið kl. 19:28

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?