Fara í efni

Umhverfisnefnd

01. mars 2011

230. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness

230. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 1.mars 2010 kl. 17:00 í húsnæði Bygginga- og umhverfissviðs að Austurströnd 3

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Andri Sigfússon, Brynjúlfur Halldórsson og Steinunn Árnadóttir og Helgi Þórðarsson .

Dagskrá

  1. Bláfánaverkefnið
  2. Grænfáninn og skólarnir
  3. Kattasamþykkt
  4. Fuglatalning
  5. S-21
  6. Vegvísir
  7. Varðan – leiðarmerki
  8. Stríðsminjar
  9. Samvinna Læknaminjasafns og umhverfisnefndar
  10. Rafbílar
  11. Friðlýsing Skerjafjarðar
  12. Skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna
  13. Önnur mál

Fundur settur kl. 17.09

  1. Málinu frestað þar til síðar þar sem við uppfyllum ekki enn þau skilyrði sem til þarf.
  2. Grænfáninn fyrir sameiginlegan leikskólann var afhentur 1. desember sl. Allir skólar bæjarins eru núna með grænfánann nema tónlistarskólinn. Það er í vinnslu.
  3. Umræður um kattasamþykktina. Búið að samþykkja kattasamþykktina hjá ráðuneytinu. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
  4. Talning ætti að fara fram í ár. Jóhann Óli Hilmarsson hefur séð um talninguna fyrir bæinn undanfarin ár. Samþykkt að Jóhann Óli verði fenginn í verkefnið.
  5. Mat á eftirfylgni S-21 kynnt. Mat fór fram 2002 og aftur 2007. Stefnt er að því að endurskoða S-21 svo og Umhverfisstefnu Seltjarnarneskaupstaðar fljótlega. Umræður um vistvæn innkaup og grænt bókhald. Endurskoðun
  6. Hörður Bjarnason byggingaverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannvit hafði verið byrjaður á verkefni um merkingar á Seltjarnarnesi. Samþykkt að Hörður ljúki við þetta verkefni.
  7. Guðmundur Ásgeirsson í Nesskip vill standa straum að kostnaði við endurhleðslu á leiðamerki (vörðunni) . Göngustígurverður báðum megin við Vörðuna. Umhverfisnefnd er hlynnt hugmyndum um endurbyggingu leiðarmerkis í Suðurnesi. Samþykkt með fyrirvara um teikningar af göngustíg.
  8. Hugsanlega er til mynd af stríðsminjunum og e.t.v. endurhleðslu á því. Bíðum eftir betri myndum sem eru í vinnslu og verður málið tekið fyrir á næsta fundi.
  9. Anna safnvörður hefur boðað Steinunni og Margréti á fund. HÍ hefur óskað eftir samstarfi við umhverfinefnd um að halda fjölskylduhátíð 27.ágúst nk. Það verkefni er í vinnslu hjá HÍ. Báturinn hans Alberts er kominn út í Læknaminjasafn og verður þar, þar til annað verður ákveðið
  10. BH er að skoða möguleikann um að innleiða rafbíla hérna á Nesinu. Ræddi við OR og síðan NLE (northern light energy). Umræður um rafbíla almennt og hvernig þessu yrði háttað.
  11. SÁ sagði frá fundinum Friðlýsing Skerjafjarðar. Verndun fyrir dýralíf og fugla. Garðabær er búinn að friðlýsa sinn hluta og Kópabogur er jákvæður fyrir sitt leyti. Umhverfisnefndin er jákvæð í áframhaldandi vinnu.
  12. Kynnt fyrir umhverfisnefnd
  13. Önnur mál
    1. Ákveðið að veita 100.000 kr styrk til Landgræðslunnar.

    2. Gróður í landnámi Ingólfs – styrkveiting. Málið verður skoðað frekar

    3. Kjötvinnsla við Bygggarða 5. Málið kynnt fyrir nefndinni.

    4. Grænn apríl. Kynnt fyrir nefndinni. Nefndin jákvæð fyrir þátttöku

Fundi slitið 19:17.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?