Fara í efni

Umhverfisnefnd

168. fundur 24. júní 2004

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Hannes Richardsson (HR), Valgerður Janusdóttir (VJ), Kristján Jónasson (KJ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.
Dagskrá fundarins
1. Fundur settur
2. Hreinsunardagur, lokaskýrsla
3. Bygggarðsvör
4. Garðaskoðun
5. Önnur mál
a) Erindi Golfklúbbs Ness um lýsingu á bílastæði
b) Grjótgarður við golfvöll
6. Fundi slitið.

1. Fundur settur af formanni kl. 17:06

2. Magnús gerði grein fyrir skýrslu um Hreinsundardaginn 2004. Þátttaka var ekki nægilega góð hjá sumum af þeim félagasamtökum sem voru boðuð. Stefnt verði að frekari hvatningu til þeirra sem ekki tóku þátt. MÖG ritar formönnum bréf og þakkar fyrir þátttökuna. Samþykkt að veita Slysavarnardeild kvenna og Trimmklúbbnum viðurkenningu fyrir góða þátttöku og verður hún afhent í tengslum við umhverfsiviðurkenningar í sumar.

3. Búið að ganga frá samningi við Margréti Hermanns Auðardóttur og hefur hún þegar hafið störf.

4. IS lagði fram lista frá MP yfir þær götur sem nefndarmenn skipta á milli sín fyrir garðaskoðunina, sem fram fer um miðjan júlí.

5. Önnur mál:
a) Lagt fram erindi GN um lýsingu á bifreiðastæði. Óskað er eftir staðfestingu á núverandi lýsingu sem sett var upp án samráðs við nefndina. Nefndin telur að núverandi lýsing falli ekki vel að umhverfinu og valdi að nokkru ljósmengun í skammdeginu. Nefndin telur sér því ekki fært að fallast á erindið, en bendir á að umsóknina þarf að leggja fyrir Skipulags- og mannvirkjanefnd.
b) Lögð fram greinargerð Stefáns Bergmann, sem hann vann fyrir hönd nefndarinnar, sbr. síðasta fund sem og greinargerð Jóhanns Óla Hilmarssonar vegna erindis bæjartæknifræðings frá síðasta fundi. Nefndin vísar til samþykktar sinnar á síðasta fundi og telur framkomnar greinargerðir ekki gefa tilefni til annars en að óhætt sé að nota steypuúrgang úr Ísbirninum í grjótgarðinn. Umhverfisnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki líkleg til þess að hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér og kalli þ.a.l. ekki á umhverfismat, enda sé hér um að ræða endurbætur á núverandi grjótgarði. Umhverfisnefnd felur bæjartæknifræðingi að tilkynna framkvæmdina til Skipulagsstofnunar.
c) Lagt fram erindi frá Höllu Auðunardóttur um styrk vegna útgáfu föndurbókar. Samþykkt að veita henni 25.000 kr. styrk vegna útgáfu bókarinnar.


8. Fleira ekki rætt. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 18:25Magnús Örn Guðmundsson Ingimar Sigurðsson Kristján Jónasson
fundarritari (sign.) (sign.) (sign.)


Valgerður Janusdóttir Hannes Richardsson
(sign.) (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?