Fara í efni

Umhverfisnefnd

162. fundur 27. nóvember 2003

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri, fundinn.
Dagskrá fundarins

1. Fundur settur
2. Fjárhagsáætlun 2004
3. Staðardagskrá 21, tillögur vinnuhóps
4. Önnur mál
5. Fundi slitið

1. IS setti fund kl. 17:06.

2. Lögð fram fjárhagsáætlun umhverfisnefndar, eins og hún var samþykkt í bæjarstjórn. Niðurstöðutölur áætlunarinnar eru kr. 2.812.000.

3. Lagðar fram tillögur vinnuhóps um endurskoðun tímaramma Staðardagskrár 21 og þær ræddar. Tillögur teknar til afgreiðslu á næsta fundi.

4. Önnur mál:
a) Haukur benti nefndarmönnum á að mikill sjógangur hefði verið undanfarna daga. Rætt um áhrif mikils sjógangs á göngustíga og mögulegar aðgerðir til úrbóta.

5. Fleira ekki rætt. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 18:02.


Magnús Örn Guðmundsson Ingimar Sigurðsson Margrét Pálsdóttir
fundarritari (sign.) (sign.) (sign.)

Stefán Bergmann Kristín Ólafsdóttir
(sign.) (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?