Fara í efni

Umhverfisnefnd

19. apríl 2011

231. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 19.apríl 2011 kl. 17:00 í húsnæði Tækni- og umhverfissviðs að Austurströnd 3

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Andri Sigfússon, Brynjúlfur Halldórsson, Helgi Þórðarsson og Steinunn Árnadóttir. Helga Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi fyrir Samfylkinguna sat fundinn og Anna Birna Jóhannesdóttir sem kynnti verkefnið sitt um flóru Seltjarnarness.

Dagskrá

  1. Fundur settur
  2. Anna Birna kynnir verkefnið sitt um flóru Seltjarnarness mnr. 2011060054.
  3. Daltjörn mnr. 2011060006.
  4. Kattasamþykkt mnr. 2010030105.
  5. Vinnuskóli Seltjarnarness 2011 mnr. 2011030007.
  6. Friðlýsing Skerjafjarðar mnr. 2011010070.
  7. Dagur umhverfis 25.apríl mnr. 2011030056.
  8. Hugsmiðja SSH.
  9. Fuglaskoðun mnr. 2011060008.
  10. Hreinsunarvika mnr. 201106007.
  11. Viðurkenning til útskriftarnemenda í Grunnskóla Seltjarnarness mnr. 2011060004.
  12. Garðarskoðun mnr. 2011060003.
  13. Leiðamerki mnr. 2011010064.
  14. Önnur mál

 

Fundur settur kl. 17.04

  1. Fundur settur kl. 17:04.
  2. Anna Birna Jóhannesdóttir kynnti verkefni sitt um flóru Seltjarnarness. Þann 16.maí verður Anna Birna með fyrirlestur í Bókasafninu þar sem hún kynnir verkefnið. Anna Birna vék af fundi kl. 17:20. Umræður um verkefnið. SÁ ætlar að koma með hugmyndir að kveri fyrir næsta fund.
  3. MP kynnti bréf frá Golfklúbbnum Ness vegna óska Golfklúbbsins um stækkun Daltjarnar. Búið er að hafa samband við Náttufræðistofu og Jóhann Óla Hilmarssonar vegna málsins. MP fer á fund með Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra, Eggerti Eggertssyni og Hauki Óskarssyni frá Nesklúbbnum, Haraldi Rafni Ingvasyni frá Náttufræðistofu og Jóhanni Óla Himarssyni formanni Fuglaverndar, þar sem farið verður yfir málið.
  4. Kattasamþykkt. Búið að afgreiða málið. Bæjarstjórn ákvað eitt gjald við skráningu. Kynnng málsins fer fram innan tíðar.
  5. 240 nemendur í Vinnuskólanum 14-17 ára. Markmiðið að halda óbreyttum fjölda í ár. 8.júní er setning skólans. Fækkun í bílaflota vinnuskólans og áhaldhússins úr fjórum í einn. Hefðbundin umhirða í sumar í vinnuskólanum. SÁ kynnti hugmynd sína um endurgerð bryggju í Gróttu.
  6. Friðlýsing Skerjafjarðar. MP kynnti fyrir Umhverfisnefnd hvernig málið stæði.
  7. Dagur umhverfisins er mánudaginn 25.apríl nk. MP skrifaði pistil í Umhverfishorn Nesfrétta og bað bæjarbúa og skóla að minnast dagsins.
  8. SSH hélt hugmyndasmiðju í Kópavogi í byrjun mánaðarins.
  9. Fuglaskoðun verður laugardaginn 14.maí nk. Auglýsing verður prentuð og dreift í öll hús á Seltjarnarnesi.
  10. Hreinsunarvika verður í lok maí. Plastpokar og auglýsing verður dreift inn í hvert hús á Seltjarnarnesi.
  11. Nefndarmenn sammála um áframhald á viðurkenningum til útskriftarnema í Valhúsaskóla. MP sér um að kaupa bækur og láta árita.
  12. Óskað verður eftir tillögum frá bæjarbúum vegna garðaskoðunar. Tilnefningar skulu sendar til Steinunnar, garyrkjustjóra eða til þjónustuvers bæjarins fyrir 1.júlí.
  13. Varðan. Umræður um leiðamerkið úti í Suðurnesi.
  14. Önnur mál
    a.  SÁ fór á ársfund umhverfisstofnunar og sagði stuttlega frá fundinum.
    b.  Kvörtun frá íbúa vegna kattahalds. Umræður um málið.
    c.  Byrgið á Valhúsahæð. Góðar myndir hafa náðst af byrginu. Málið er enn í vinnslu.
    d.  Umræður um Ljóskastarahúsið í Suðurnesi
    e.  Rætt um hvort stefna ætti að því að merkja varir á Seltjarnarnesi. ( sbr Pálsvör )
    f.   Umræður um minnisblað Harðar Bjarnasonar hjá Mannvit vegna nýrra og endurnýjaðra vegvísa á
         Seltjarnarnesi.
    g.  BH spurði út göngustíga á Seltjarnarnesi, sérstaklega í kringum Nesið. Umræður um málið.

 

Fundi slitið kl. 18:53.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?