Fara í efni

Umhverfisnefnd

155. fundur 10. apríl 2003

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Guðmundur Helgi Þorsteinsson (GHÞ), Stefán Bergmann (SB) og Kristín Ólafsdóttir (KÓ), sem ritaði fundargerð.

Auk nefndarmanna sátu fundinn þau Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi.

Dagskrá fundarins

1. Fundur settur

2. Útihús við Nesstofu

3. Hreinsunardagurinn 3. maí 2003

4. Stefnumörkun um malarnámu við Bolöldu

a. Skýrsla bæjartæknifræðings

b. Tillaga Neslistans

5. Staðardagskrá 21 – stöðuskýrsla, forgangsröðun, frh. af síðasta fundi

6. Landsráðstefna um SD21, skýrsla Hrafnhildar Sigurðardóttur

7. Önnur mál

8. Fundið slitið

1. IS setti fund kl. 17:05 og bauð fundarmenn velkomna.

2. Útihús við Nesstofu

Búið er að rífa húsin eftir samkomulagi bæjarins við Þjóðminjasafnið. Almenn ánægja með framkvæmdina.

3. Hreinsunardagurinn 3. maí 2003

Magnús mun boða til fundar mjög fljótlega með viðkomandi aðilum. Auglýsing og pokar verða borin í hvert hús bæjarins.

4. Stefnumörkun um malarnám við Bolöldu.

a. Skýrsla bæjartæknifræðings

Formaður lagði fram skýrslu Hauks Kristjánssonar bæjartæknifræðings varðandi malarnámu við Bolaöldu. IS vakti athygli á því að nefndinni hefði með bréfi frá bæjarstjóra í janúar verið falið að koma með tillögur að stefnumótun fyrir Bolaöldusvæðið.

SB telur ekki koma til greina að leyfa frekari nám í Vífilsfellsöxlinni, en ekki útilokað að leyfa áfram nýtingu annars staðar á svæðinu. MP taldi hagsmuni sveitarfélagsins litla og á 30 árum er sýnt að litlir peningar hafa runnið til sveitarfélagsins vegna malarrnámsins.

Að tillögu IS var samþykkt að farið yrði í vettvangskönnun að námusvæðinu frá Bygggörðum 1, kl 17:00 þriðjudaginn 15. apríl.

b. Tillaga Neslistans var lögð fram en umræðum frestað til næsta fundar. Einnig lagði SB fram lista yfir gögn sem nýtt voru við gerð tillögunnar.

"Tillaga að stefnumörkun Seltjarnarnessbæjar um námuvinnslu við Bolaöldu og landið ofan Lækjarbotna.

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir eftirfarandi stefnumörkun varðandi námuvinnslu við Bolaöldu og sameiginleg lönd Seltjarnarness og Kópavogs ofan Lækjarbotna að landamörkum Ölfushrepps.

1. Bæjarstjórn telur ekki rétt að framlengja efnistökusamning við Bolaöldu ehf. á grundvelli greinargerðar fyrirtækisins um efnistöku frá 24.okt. 2002. Efnisvinnslan nú beinist að svæði í Vífilsfellsöxl, sem veldur lýti á umhverfinu, sést víða að og skaðar sýn til Vífilsfells og landslagsmyndina við norðurmörk Bláfjallafólkvangs.

Bæjarstjórn telur að til greina komi að gera samning um minni háttar efnistöku, skýra afmörkun tökusvæðis og skilgreindan frágang á þeim hluta svæðisins í Vífilsfellsöxl þar sem efnistaka er hafin. Vart kemur til greina frekari efnisvinnsla í Vífilsfellsöxl í framhaldi af þessu svæði.

Eigi frekari efnisvinnsla að koma til álita í námunni þarf að sýna fram á réttmæti hennar að teknu tilliti til umhverfis- og efnahagslegra sjónarmiða.

2. Bæjarstjórn telur eðlilegt að í nýju aðalskipulagi Seltjarnarness verði fjallað sérstaklega um námuvinnslu á sameiginlegum svæðum Kópavogs og Seltjarnarness og þeim lýst í heild með tilliti til náttúrufars og nýtingar, s.s. vatnsverndar, svifflugsstarfsemi, beitar, ræktunar og útivistar og tekin afstaða til þess, hvort færa eigi mörk Bláfjallafólkvangs eilítið til norðurs þannig að sá hluti Vífilsfells, sem er á landi sveitarfélaganna, verði innan hans.

3. Bæjarstjórn Seltjarnarness tekur undir tillögur í aðalskipulagi Kópavogs um samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um athuganir á möguleikum til efnisnáms fyrir höfuðborgarsvæðið í heild og telur að þannig megi fækka námum og bæta nýtingu og frágang í samræmi við kröfur og viðmið nútímans. Meta þarf hvort SSH er réttur vettvangur til að taka upp þetta mál."

Stefán Bergmann Kristín Ólafsdóttir

 

5. Staðardagskrá 21, stöðuskýrsla, forgangsröðun, frh. frá síðasta fundi

IS: Búinn að senda bréf til Heilbrigðisfulltrúa með ósk um samstarf vegna SD21. Aðallega varðandi olíusíur í holræsum og úttekt á hávaðamengun í bænum. Heilbrigðisfulltrúi er boðaður á fund nefndarinnar 28. maí. IS sendi einnig bréf til menningarmálanefndar bæjarins, með ósk um samstarf varðandi SD21 tengd efni og bréf til bæjarstjóra um grænt bókhald. KÓ lagði fyrir fundinn tillögur Neslistans um mögulegar leiðir til framgangs SD21.

Tillaga um mögulegar leiðir til framgangs SD21 á Seltjarnarnesi.

1. Hvernig Staðardagskrárfulltrúi geti aðlagað starf sitt í þágu verkefnisins þannig að einhverja mánuði ársins geti hún varið samfelldum tíma t.d. 1-2 vikum í framkvæmd SD21.

2. Einum starfsmanni á öllum stofnunum bæjarins verði smám saman falið starf umhverfisfulltrúa, sem fellst í því að vera tengiliður við Staðardagskrárfulltrúa eða umhverfisnefnd bæjarins.

3. Heilbrigðisfulltrúi verði nýttur betur, m.a. til að fræða starfsmenn við mengandi starfsemi í bænum, um umgengni og frágang efna og veita upplýsingar og ráð.

4. Starfsmönnum tæknideildar verði falið að skrá framvindu einstakra SD21-mála með tilvísun í framkvæmdaáætlun sem liggur fyrir á hverjum tíma.

Greinargerð. Nauðsynlegt er að leita leiða til að tryggja framkvæmd SD21 við núverandi aðstæður.

Kristín Ólafsdóttir Stefán Bergmann

Tillagan var samþykkt.

 

6 Landsráðstefna um SD21, skýrsla Hrafnhildar Sigurðardóttur

Hrafnhildur sagði frá landsráðstefnu um SD21 sem hún sótti á Kirkjubæjarklaustri í byrjun mars. Hún sýndi nokkrar glærur frá ráðstefnunni. Viðhorf og hegðun fyrirmyndanna (t.d. bæjarstarfsmanna) er grundvallaratriði.

7. Önnur mál.

a. Erindi frá Gróðri fyrir fólk – ósk um aðkomu bæjarins að uppgræðslu í námunda við Vífilfell, Bolöldu og Sandskeið. Nefndin tók jákvætt í erindið og var ákveðið að einhver nefndarmanna mæti á kynningarfund.

b. MP er ekki ánægð með útkomu framkvæmda við Kotagranda og telur að eftirfylgni nefndarinnar vanti varðandi mál sem hún samþykkir.

Samþykkt var tillaga IS um að fela formanni og bæjartæknifræðingi að semja verklagsreglur um hvernig staðið skuli að þessum úttektum og eftirfylgni verkefna sem snúa að umhverfisnefnd og leggja þær fyrir nefndina.

c. SB spurðist fyrir um hvort uppkast að erindisbréfi fyrir umhverfisnefnd hefði borist. IS sagði það ekki hafa borist nefndinni.

 

Fleira ekki rætt.

Fundi slitið 18:50

Kristín Ólafsdóttir ritaði fundargerð.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?