Fara í efni

Umhverfisnefnd

152. fundur 17. október 2002

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð.

Auk nefndarmanna sátu fundinn þau Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri og Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur.

Dagskrá fundarins

1. Fundur settur

2. Fjárhagsáætlun 2003

3. Erindi Golfklúbbs Ness

4. Framkvæmdir við Kotagranda

5. Önnur mál

6. Fundi slitið.

IS setti fund rétt rúmlega 17:00 og bauð fundarmenn velkomna.

Fjárhagsáætlun

Lögð fram fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir næsta ár og hún rædd. Nefndin ræddi hugmyndir um gerð fræðsluefnis fyrir leikskóla, grunnskóla og foreldra. Fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2003 hljóðar uppá krónur 2.380.000 og var hún samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.

Erindi Golfklúbbs Ness

Golfklúbbur lagði fram erindi um að mold sem fellur til vegna byggingaframkvæmda við æfingaskýli verði notuð til þess að gera mön norðan við veginn sem liggur að bílstæði vallarins.

Umhverfisnefnd samþykkir erindi golfklúbbsins enda verði mönin ekki sett út fyrir núverandi braut, þ.e. gangi ekki inn á friðland fuglanna (óræktað land). Golfklúbburinn hafi fullt samráð við garðyrkjustjóra og bæjartæknifræðing um verkið, áður en hafist verður handa.

Framkvæmdir við Kotagranda

Framkvæmdir hafnar að fullu. Haukur fór yfir stöðu mála sem er góð. Steinunn sýndi nefndarmönnum stafrænar ljósmyndir af verkinu.

Önnur mál

Ársfundur Náttúruverndar ríkisins verður haldinn í Garðabæ um helgina. KÓ og MP munu sækja fundinn á föstudeginum. IS og SB mæta á laugardag.

Fjallað um fund með Gámaþjónustunni og Flutningatækni sem haldinn verður fimmtudaginn 24. október og nefndarmönnum hefur verið boðið á. Tilefnið eru ný lög um lífrænan úrgang. Formaður hvatti fundarmenn að mæta.

Staða útihúsa við Nesstofu rædd.

Stefán lagði fram samantekt um efnistökusamning vegna malarnáms við Bolöldu.

Samantekt um efnistökusamning vegna malarnáms við Bolöldu

Af framkomnum gögnum í bæjarstjórn Seltjarnarness og viðtölum við starfsmenn sveitarfélaga einkennir eftirfarandi efnistökusamninginn við Bolaöldu ehf. frá 10. júní 2002 og hugmyndir um framkvæmd hans að mati fulltrúa Neslistans:

1. Samninginn gera Kópavogur og Seltjarnarnesbær við verktakann Bolaöldur ehf. 10. júní sl. og er hann undirritaður af bæjarstjórum f.h. sveitarfélaganna.

2. Samningurinn veitir nýtingarrétt til 6 mánaða og rennur því út 10. desember.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?