Fara í efni

Umhverfisnefnd

16. ágúst 2011

232. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 16.ágúst 2011 kl. 17:15 í húsnæði Tækni- og umhverfissviðs að Austurströnd 1.

Mætt voru: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Andri Sigfússon, Brynjúlfur Halldórsson og Steinunn Árnadóttir. Helga Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi sat fundinn.

Dagskrá:

1.Fundur settur
2. Vegvísar á Seltjarnarnesi.
3. Friðlýsing Skerjafjarðar.
4. Daltjörn.
5. Merking bátavara á Seltjarnarnesi.
6. Vistvernd í verki.
7. Sorphirða.
8. Skýrsla um rannsókn á saurkóligerlum við strandlengju Seltjarnarness.
9. Byrgi á Valhúsahæð.

  1. Önnur mál.
    11. Fundi slitið.

  1. Fundur settur kl. 17:17
  2. Hörður Bjarnason hjá Verkfræðistofunni Mannvit h.f. hefur lokið við aðgerðaáætlun um nýja og endurnýjaða vegvísa á Seltjarnarnesi. Málinu hefur verið vísað til skipulags- og byggingafulltrúa Seltjarnarness. Málsnúmer 2011090001
  3. Friðlýsing Skerjarfjarðar. Mikill áhugi er hjá nefndinni að halda þessu máli á lofti og fylgja því eftir. Fulltrúar nefndarinnar hafa setið þrjá fundi ásamt fulltrúum frá öðrum sveitafélögum, Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneyti vegna málsins. Umhverfisnefnd leggur til að hafin verði formleg vinna við friðlýsinguna. Málsnúmer 2011010070.
  4. Daltjörn. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs hefur gert tillögur að rannsóknaráætlun sem taka til lífríkis tjarnarninnar, ásamt því að kanna botngerð og jarðvergsþykkt í tjarnarstæðinu. Stefnt er að því að skýrslan verði tilbúin í október nk. Málsnúmer 2011060006.
  5. Merking bátavara á Seltjarnarnesi. Umhverfisnefnd Seltjarnarness hefur sent formanni Lionshreyfingarinnar á Seltjarnarnesi Sigurði Vilbergssyni bréf og óskað eftir stuðningi Lionsmanna við að merkja gamlar bátavarir á Seltjarnarnesi. Málsnúmer 2011090002
  6. Helgi Þórðarson kom á fundinn kl. 17:50
  7. Vistvernd í verki. Beiðni um fjárstuðning kom frá Landvernd um það að Seltjarnarnesbær greiddi götu þeirra bæjarbúa sem áhuga hafa á að sækja leiðbeinendanámskeiðið Vistvernd í verki. Námskeiðið átti að halda dagana 18. – 20. ágúst. Umhverfinefnd ákvað að skoða málið síðar. Ný og endurbætt bók um Vistvernd í verki kemur út í lok september nk. Málsnúmer 2011070066
  8. Sorphirða. Umræða um hvernig auka megi flokkun sorps á Seltjarnarnesi. Ákveðið að fá upplýsingafulltrúa frá Íslenska gámafélaginu á næsta fund nefndarffkijinnar. Málsnúmer 2011080128
  9. Skýrsla um rannsókn á saurkóligerlum við strandlengju Seltjarnarness rædd. Umhverfisnefnd hvetur bæjarstjórn til að flýta málinu sem mest hún má enda staðan óviðunandi. Málsnúmer 2011060055
  10. Byrgi á Valhúsahæð. Hafin er undirbúningsvinna á svæðinu. Málsnúmer: 2011090003
  11. a. Kioskinn hefur verið brotinn og viðgerð stendur yfir.
    b. Kattagildrur hafa verið settar nokkrum sinnum. Villikettirnir fara í Kattholt, heimiliskettir til eigenda sinna.
    c. Evrópsk-samgönguvika er vikuna 16. - 22. september.
    d. Bréf frá umhverfisráðuneytinu. Ríkisstjórn Íslands ákvað sl. haust að tileinka 16. september ár hvert íslenskri náttúru. Dagurinn er fæðingadagur Ómars Ragnarssonar. Umhverfisnefnd mun minnast dagsins með skrifum í Nesfréttir. Málsnúmer 2011060022.
    e. Bréf frá Landgræðslu ríksins um að Seltjarnarnesbær stemmi stigu við útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils. Garðyrkjustjóri sagði bæjarfélagið hafa þegar hafið aðgerðir við að uppræta þessar tegundir. Málssnúmer 2011090004
  12. Fundi slitið kl. 19:03.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?