Fara í efni

Umhverfisnefnd

19. september 2011

 

233. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 19.september 2011 kl. 17:00 í húsnæði Tækni- og umhverfissviðs að Austurströnd 3

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Andri Sigfússon, Helgi Þórðarson, Brynjúlfur Halldórsson og Steinunn Árnadóttir. Helga Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi fyrir Samfylkinguna  sat fundinn og sátu Birgir Kristinsson og Anna Birna Jóhannesdóttir að hluta til fundinn.

Dagskrá

1. Fundur settur.

2. Íslenska gámafélagið kynning. Birgir Á. Kristjánsson.

3. Framkvæmdir á golfvelli mnr. 2011090046.

4. Skýrsla vinnuskólans mnr.2011030007.

5. Hjólum til framtíðar.

6. Plöntukort Önnu Birnu Jóhannesdóttur mnr. 2011060054.

7. Önnur mál.

8. Fundi slitið.

               

Fundur settur kl. 17.01

  1. Fundur settur kl. 17:01
  2. Birgir Á Kristjánsson, framkvæmdastjóri umhverfissviðs ÍGF og Auðunn Pálsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Íslenska gámafélaginu fóru yfir kynningu á endurvinnslu á sorpi og kosti þess að flokka heimilissorp. Ætla að senda okkur nýjar kostnaðartölur.
  3. Umræður um framkvæmdir á golfvelli. Svæðið í kringum konungsstein er talið af Jóhanni Óla Hilmarssyni, sem fylgst hefur með fuglalífi á Seltjarnarnesi í 40 ár, vera þéttasta kríuvarpsvæði á Suðurnesi. Sjá minnisblað Jóhanns Óla. Bréf frá Fornleifavernd til umhverfnisnefndar barst rétt fyrir fundinn og var það lesið upp á fundinum. Fornminjar eru á svæðinu. Fjórir Umverfisnefndarmanna ásamt Steinunni garðyrkjustjóra fóru í vettvangskönnun út á golfvöll í lok fundar. Nefndin ætlar að kynna sér hversu lengi fundarsamþykktir eru í gildi.
  4. Helgi Þórðarson bókar þá óánægju sína með að fá ekki senda fundargerð eftir seinasta fund áður en hún var lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar. Margrét viðurkenndi að þar hefðu mistök átt sér stað og bað afsökunar á því.
  5. Skýrslan vinnuskólans fyrir árið 2011 var lögð fram. Nefndarmenn mjög sáttir með skýrsluna og þökkuðu S.Á. fyrir þá vinnu.
  6. Í upphafi samgönguviku, 16. september stóðu Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Hjólum til framtíðar með stuðningi og samvinnu við Reykjavíkurborg, Landlæknisembættið og fleiri. Nefndarmenn eru ánægðir með frumkvæðið og hvetja bæjarbúa til að tileinka sér auknar hjólreiðar.
  7. Anna Birna Jóhannesdóttir kynnti plöntukort sem hún hefur unnið að undanfarin misseri. Nefndin samþykkti að veita Önnu Birnu 200.000 kr framlag vegna verkefnins. Hún mun innan tíðar afhenda tíu plöstuð plöntukort sem Umhverfisnefnd mun hafa sýnileg á stofnunum bæjarins.
  8. Engin önnur mál á dagskrá
  9.  Fundi slitið kl. 19:15

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?