Fara í efni

Umhverfisnefnd

147. fundur 23. apríl 2002

Mættir: Jens P. Hjaltested, Ingimar Sigurðsson, Árni Einarsson, Hrefna Kristmanns- dóttir, Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri, Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi í Fræðasetrinu í Gróttu. 

Dagskrá:

      1.       Fundur settur
2.       Hreinsunardagur 2002
3.      
Staðardagskrá 21, Niðurstöður fundar á Akureyri í mars s.l.
4.       Ný upplýsingaskilti
5.       Sjóvarnagarðar og göngustígar
6.       Fuglatalning 2001
7.       Önnur mál
8.       Fundi slitið

 1. Formaður setti fund kl. 17:00 og bauð fundarmenn velkomna.
   
 1. Samþykkt að hreinsunardagurinn verði laugardaginn 11. maí n.k. Leitað verði til Gróttu um pökkun og útburð.  Hrefna og Margrét verða umsjónarmenn með hreinsunardeginum.
   
 1. Hrafnhildur greindi frá og lagði fram skýrslu um ráðstefnu sem hún sótti á Akureyri í mars um Staðardagskrá 21.  Seltjarnarnesbær fékk m.a. viðurkenningu fyrir að hafa undirritað Ólafsvíkur yfirlýsinguna.  Þá greindi hún einnig stuttlega frá Gróttudeginum sem haldin var 13. apríl s.l. og tókst afar vel. Um 400 manns komu í eyjuna þennan dag.
   
 1. Jens Pétur greindi frá nýju skilti sem sett hefur verð upp við Gróttu með leiðbeiningum á ensku fyrir erlenda ferðamenn.  Þá var rætt um 3 ný upplýsingaskilti unnin af Jóhanni Ísberg fyrir umhverfisnefnd,  sem sett verða upp í maí.   Höfundur skal hafa samráð við garðyrkjustjóra um nánari staðsetningu.
   
 1. Umhverfisnefnd leggur til við Siglingamálastofnun að viðunandi lausn verði fundin á gerð sjóvarnagarðs sem fyrirhugaður er við suðvesturhluta Kotagranda, þannig að sem minnst röskun verði á umhverfinu og sandhólunum, sem eru prýði svæðisins.
   
 1. Ítarleg skýrsla Jóhanns Óla Hilmarssonar vegna fuglaskoðunar 2001, verður senn tilbúin.
   
 1. Rætt um að koma upp snotru útigrilli á Kotagranda í sumar.  Ingimar og Árni kanna með staðsetningu og kostnað.

Erfingjar Vilhjálms Vilhjálmssonar hafa óskað eftir að setja lítið skilti á Hákarlahúsið sem segir örstutt um sögu þess.  Samþykkt.

Steinunn greindi frá því að settur verður upp drykkjarfontur við nýja húsið við holu 12.

Hrafnhildur kynnti myndband um neðansjávar lífríki við Seltjarnarnes.

      8.   Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18.50

Ingimar Sigurðsson, fundarritariLoka
Var efnið á síðunni hjálplegt?