Fara í efni

Umhverfisnefnd

146. fundur 06. mars 2002

Mættir: Jens P. Hjaltested, Ingimar Sigurðsson og Árni Einarsson frá umhverfis- nefnd, Haukur Kristjánsson frá Seltjarnarnesbæ og Björn Guðbrandur Jónsson frá Gróðri fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Hrefna Kristmannsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá:

1.       Fundur settur

2.       Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs

3.       Umhverfisstefna Seltjarnarness

4.       Önnur mál

5.       Fundarslit

  1. Formaður setti fund kl. 17:15 og bauð fundarmenn velkomna.
     
  1. Jens Pétur bauð Björn Guðbrand Jónsson velkominn á fundinn.  Bæjarstjórn hefur borist erindi frá samtökunum sem vísað var til nefndarinnar.  Björn gerði stutta grein fyrir samtökunum og kynnti uppgræðsluverkefni sem unnið var síðast liðið sumar innan girðingar við flugvöllinn við Sandskeið.  Því næst kynnti hann nýtt verkefni um uppgræðslu á Sandskeiðssvæðinu, þ.e. austan við völlinn.  Kostnaðaráætlun verkefnisins er um 4.6 milljónir. Björn vék af fundi kl. 18:10.  Nefndin samþykkir að styðja verkefnið með sömu fjárhæð og síðasta ár.
     
  1. Ný drög að umhverfisstefnu Seltjarnarness rædd og nokkrar breytingar gerðar.  Umhverfisstefnan samþykkt að nýju og vísað til bæjarstjórnar.
     
  1. Lagt fram bréf frá bæjarverkfræðingi Mosfellsbæjar vegna samþykktar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar um samstarf um sorphirðustefnu.
     
  1. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira var ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 18:55.

Ingimar Sigurðsson, fundarritari



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?