Fara í efni

Umhverfisnefnd

144. fundur 11. september 2001

Mættir: Jens P. Hjaltested, Ingimar Sigurðsson, Margrét Pálsdóttir og Hrefna Kristmannsdóttir öll frá umhverfissnefnd, Herdís Gunnarsdóttir, Steinunn Árnadóttir og Haukur Kristjánsson frá Seltjarnarnesbæ.  Árni Einarsson boðaði seinkun.

 

Dagskrá:

 

1.       Fundur settur

2.       Drög að Umhverfisstefnu Seltjarnarness

3.       Grænt bókhald

4.       Verkefni haustsins

5.       Önnur mál

·         Merkingar á göngustígum

·         Hákarlahús

·         Yrki arkitektar sf

6.       Fundi slitið

 

1. Formaður setti fund kl. 17:04

 

2. Formaður lagði fram drög að Umhverfisstefnu Seltjarnarness. Formaður óskaði eftir athugasemdum eða ábendingum.  Samþykkt að málið aftur á dagskrá til lokaafgreiðslu á næsta fundi.

 

3. Formaður reifaði hugmyndir um grænt bókhald.  Árni Einarsson var nú mættur á fundinn. Fundarmenn ræddu ýmsar hugmyndir um grænt bókhald, bæði þær sem snúa að væntanlegum lögum og reglugerðum og svo hins vegar því sem við sjálf viljum sjá í bæjarfélaginu.   Herdísi falin áframhaldandi vinna við verkefnið og leggi tillögur fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

4. Unnið verður við tengistíga, gerð gangbraut við norðurhluta Valhúsabrautar, malbikað verður að húsi björgunarsveitarinnar auk nokkurra annarra frágangsverkefna.  Þá hefst vinna við hitaveituhúsið við holu SN-12.

 

5. Önnur mál

5.a. Rætt um merkingar á göngustígum vegna Neshlaupsins og Reykjavíkurmaraþons.  Nefndin beinir þeim tilmælum til Áhaldahúss að merkingarnar verði hreinsaðar af göngustígum, strax að loknum þessum hlaupum.  Hauki falið að fylgja málinu eftir.

 

5.b. Unnið er að endursmíði hákarlahússins, auk þess sem garðyrkjustjóri hefur lagt lágbarða sjávarsteina umhverfis skúrinn.  Nefndin lýsir sérstakri ánægju með verkefnið.

 

5.c. Nefndinni hefur borist bréf á Yrki arkitektastofu, en þeir eru hönnuðir að lækningaminjasafninu. 

 

5.d. Garðyrkjustjóri spurðist fyrir um útihúsin fyrir neðan Nesstofu. 

 

6. Formaður þakkaði Herdísi Gunnarsdóttur fyrir hennar störf fyrir nefndina, en hún hverfur til annarra starfa. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 18:00

 

Ingimar Sigurðsson, fundarritari



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?