Fara í efni

Umhverfisnefnd

142. fundur 30. maí 2001

Mættir: Jens P. Hjaltested, Ingimar Sigurðsson, Árni Einarsson, Margrét Pálsdóttir, Hrefna Kristmannsdóttir, Herdís Gunnarsdóttir S21, Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri og Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur.

Dagskrá:

     1.      Fundur settur
2.      Staðardagskrá 21
3.      Jónsmessugangan 2001
4.      Önnur mál
5.      Fundi slitið 

1. Jens P. Hjaltested setti fund kl. 16:42.

2. Formaður ræddi um útkomna skýrslu um Staðardagskrá 21.  Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með skýrsluna og hversu vel hún er unnin.  Nefndin er sammála um að skýrslan sé mjög góður leiðarvísir að verkefnum framtíðarinnar í umhverfismálum.  Samþykkt samhljóða að vísa skýrslunni til bæjarstjórnar.

3. Formaður sagði frá Jónsmessugöngunni 1999 og lagði til að farin yrði önnur slík ganga í ár.  Samþykkt var að gangast fyrir Jónsmessugöngu sunndagskvöldið 24. júní n.k.  Formanni og Ingimar Sigurðssyni falið að ganga frá skipulagi og auglýsingum.    

4. Önnur mál

4a: Hrefna greindi frá hreinsunardeginum 19. maí s.l.   Dagurinn tókst afar vel,  fjöldi bæjarbúa tók þátt í hreinsuninni og veður var gott.  Herdís greindi frá fuglaskoðunarferð á umhverfisdaginn þann 20. maí s.l.  Þátttaka var dræm enda veður afleitt.

4b: Formaður lagði fram afrit af bréfi Kristínar Jónsdóttur og Sigurðar Þorsteinssonar, Sefgörðum 28, til  bygginganefndar, vegna uppstöflunar fiskkara hjá Borgarplasti.

4c: Nefndinni hefur borist erindi frá Gróðri fyrir fólk í landnámi Ingólfs, um styrk vegna uppgræðslu við Sandskeið.  Formanni falið að ræða við forsvarsmenn hópsins.

4d: Formaður greindi frá fuglatalningu sem framkvæmd verður fyrstu vikuna í júní undir stjórn Jóhanns Óla Hilmarssonar.  Umsjónarmaður með Gróttu hefur nú þegar fundið um 70 æðarhreiður á Seltjarnarnesi, en í fyrra voru þau um 30.

4e: Rætt var um aukinn fjölda katta á Seltjarnarnesi og þau neikvæðu áhrif sem þeir hafa á fuglalífið á Seltjarnarnesi.  Umhverfisnefnd beinir því til bæjarstjórnar að reglugerð um kattahald verði framfylgt sem best má.

5. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt,  fundi slitið kl. 17:58.

 

Ingimar Sigurðsson, fundarritari



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?