Fara í efni

Umhverfisnefnd

139. fundur 15. febrúar 2001

Mættir: Jens Pétur Hjaltested, Hrefna Kristmannsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Margrét L. Pálsdóttir, Árni Einarsson, Haukur Kristjánsson, bæjartæknifræðingur, Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri. Auk þess mættu fulltrúar Golfklúbbs Ness: Kristín Jónsdóttir, Heimir Sindrason, Þorvaldur Jóhannesson og Árni Halldórsson.

Dagskrá:

1.     Fundur settur.

2.     Leigusamningur Golfklúbbs Ness og Seltjarnarneskaupstaðar.

3.     Grænt bókhald.

4.     Vatnshanar.

5.     Fyrirhuguð uppsetning upplýsingaskilta.

6.     Önnur mál.

7.     Fundi slitið.

 

1.    Formaður setti fund kl.17:18 og bauð nefndarmenn og fulltrúa Golfklúbbs Ness velkomna.

2.   Jens P. Hjaltested  ræddi um almenn samskipti Golfklúbbs Ness og bæjarins.  Nefndarmenn og fulltrúar Golfklúbbs Ness skiptust á skoðunum um framkvæmdir og samskiptaaðferðir Golfklúbbs Ness við umhverfisnefnd.  Fundarmenn voru einróma um að bæta samskipta-leiðir aðila.   Formanni og Þorvaldi Jóhannessyni falið að ganga frá leigusamningi.  Fulltrúar Golfklúbbs Ness véku af fundi kl.18:20.

3.    Formaður reifaði hugmyndir um grænt bókhald.  Í hugmyndinni felst m.a. að fylgst sé reglulega með  ýmsum þáttum í umhverfinu og síðan gerð grein fyrir stöðu og þróun ýmissra mælanlegra umhverfisþátta, svo sem nýtingu hráefnis, orku og vatns, magni af föstum og fljótandi úrgangi o.fl.  Grænt bókhald getur birst sem sér kafli í ársskýrslu bæjarfélagsins. Hrefnu og Margréti falið að koma með tillögur á næsta fund. 

4.    Formaður sagði frá hugmyndum um að koma fyrir vatnshana fyrir hlaupara og göngumenn við hitaveituhúsið við holu 12.

5.    Rætt um fyrirhugaða gerð útiskilta með uppplýsingum og leiðbeiningum til vegfarenda. Jens P. Hjaltested lagði fram bækling frá Skov- og Naturstyrelsen i Danmörku.  Jens P. Hjaltested, Árna Einarssyni og Ingimar Sigurðssyni falin frekari úrvinnsla og tillögugerð.

6.    Önnur mál

a.     Haukur Kristjánsson lagði fram tillögur vegna æðarvarps í Gróttu.  

b.     Formaður kynnti að nú væru fyrstu drög að skýrslu um staðardagskrá 21 fyrir Seltjarnarnes komin á heimasíður bæjarins og hvatti hann fundarmenn til þess að kynna sér skýrsluna fyrir næsta fund nefndarinnar.

7.    Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.19:03.   

 

Jens P. Hjaltested (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign).

Margrét L. Pálsdóttir (sign).  

                            Hrefna Kristmannsdóttir (sign)

                            Árni Einarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?