Fara í efni

Umhverfisnefnd

137. fundur 14. nóvember 2000

Mættir: Jens Pétur Hjaltested, Ingimar Sigurðsson, Hrefna Kristmannsdóttir, Margrét L. Pálsdóttir, Árni Einarsson. Einnig mættu Haukur Kristjánsson, bæjartæknifræðingur, Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri og Sigurlín Sveinbjarnardóttir, verkefnastjóri.

Dagskrá:

1.      Fundur settur.

2.      Framkvæmdir við golfvöll.

3.      Bréf verkefnastjóra Staðardagskrár 21varðandi “Ólafsvíkuryfirlýsinguna.“

4.      Verkefni Undirbúningshóps að stofnun skógræktarfélags á Seltjarnarnesi.

5.      Verkefni 2001.

6.      Friðun umhverfis Bakkatjarnar.

7.      Önnur mál.

8.      Fundi slitið.

1.            Fundur hófst á vettvangsskoðun á golfvelli kl.17:00 en formaður setti formlegan fund kl.17:55.

2.            Framkvæmdir við golfvöll.

Formaður lagði fram ódags. bréf Golfklúbbs Ness, sem barst formanni 13. nóvember s.l.  Bréfið er skrifað í framhaldi af fyrirspurn Högna Óskarssonar, bæjarfulltrúa, um framkvæmdir á golfvelli.

Eftirfarandi framkvæmdir hafa átt sér stað:

1.        Mön hefur verið útbúin við enda 3. brautar milli bílastæðis og golfvallar.

2.        Mold hefur verið sett niður við austurenda Daltjarnar milli 3. og 4. brautar

3.        Mjög miklu magni af mold hefur verið komið fyrir við NV-enda æfingasvæðis.

 

Umræður urðu um bréf Golfklúbbsins. Nefndin ákvað samhljóða að bóka eftirfarandi:

1. Umhverfisnefnd er afar ósátt við þær framkvæmdir sem hafnar eru við bílastæðið við Bakkatjörn, að því er virðist án formlegrar umfjöllunar í skipulagsnefnd. Nefndin óskar eftir, að heildarhönnun viðkomandi svæðis fari fram hið fyrsta, þ.e. hönnun á mön, bílastæði og aðkomu að golfvelli er lögð verði að því búnu fram til umfjöllunar í skipulagsnefnd.  Nefndin telur að mönin í núverandi mynd byrgi öðrum en þeim, er sækja golfvöllinn heim, alla sýn yfir Suðurnes, sem ekki getur talist ásættanlegt fyrir þá fjölmörgu sem koma til að njóta útiveru og útsýnis á vestursvæðum Seltjarnarness.

2.Umhverfisnefnd lýsir megnri óánægju með moldarflutninga inn á golfvöllinn án samráðs við nefndina og vísar til fundar formanns Umhverfisnefndar og starfsmanna tæknideildar með starfsmönnum og stjórn Golfklúbbsins 26.03.1996 þar sem ákveðið var “að hafa nánara samstarf í framtíðinni um allar framkvæmdir á vallarsvæðinu”. Nefndin óskar jafnframt eftir því við stjórn golfklúbbsins, að hún skili inn til bæjaryfirvalda skipulags- og verkáætlun um hvernig hún hyggst nýta moldina áður en framkvæmdir hefjast, en ekki eftir að framkvæmdir hafa átt sér stað.  Gildir þetta um allar verklegar framkvæmdir innan vallarins sem snúa að breyttri nýtingu hans og breytingu á umhverfi.

Nefndin telur nauðsynlegt að fá álit sérfræðings á hugsanlegum áhrifum moldarinnar á lífríki Daltjarnar, og áskilur sér rétt til þess að niðurstöður þeirra athugana verði teknar til greina varðandi úrbætur.

Formanni var falið að svara bréfi Golfklúbbsins formlega.

 

Ingimar Sigurðsson vék af fundi kl.19:00. Ákveðið að taka fyrir dagsrárliði 3, 4, 6 og 7 og bíða með aðra dagskrárliði til næsta fundar.

3.            Staðardagskrá 21.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir gerði grein fyrir vinnu verkefnastjórnar við SD21. Fundir verkefnahópa hafa verið haldið hvern fimmtudag frá 14. sept. til 9. nóv. Fram kom að samantekt fundargerða er enn í vinnslu og mun lögð fyrir umhverfisnefnd er því verki lýkur með drögum að framkvæmdaáætlun SD21.  Ákveðið að stefna að fundi með verkefnisstjórn um SD21 er drögin liggja fyrir.  Fram kom að vinna við verkefnið hefur gengið mjög vel og aðsókn að fundum eftir væntingum.

Formaður Umhverfisnefndar lagði fram til kynningar „Ólafsvíkuryfirlýsinguna“ til síðari umræðu.

6.            Friðun umhverfis Bakkatjarnar.

Formaður skýrði frá stöðunni varðandi umsókn um friðun Bakkatjarnar og umhverfis hennar. 

7.            Önnur mál

Lagt fram bréf frá SSH varðandi kynningarfund um ný lög og reglugerðir á mati á umhverfisáhrifum er halda á 28.11.00. Fulltrúi nefndarinnar mun sækja fundinn.

 

Öðrum dagskrárliðum frestað og fundi slitið kl.19:25.

Jens P. Hjaltested (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign).

Margrét L. Pálsdóttir (sign).

Árni Einarsson (sign)

Hrefna Kristmannsdóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?