Fara í efni

Umhverfisnefnd

136. fundur 20. september 2000

Mættir: Jens Pétur Hjaltested, .  Hrefna Kristmannsdóttir Margrét L. Pálsdóttir, Árni Einarsson, Steinunn Árnadóttir, Ingimar Sigurðsson og Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur

Dagskrá:

1.      Fundur settur.

2.      Landgræðsla í landi Seltjarnarness við Sandskeið.

3.      Staðardagskrá 21. Verkefnastjórn og vinnuhópar.

4.      Fræðasetur í Gróttu.

5.      Fjárhagsáætlun árið 2001.

6.      Skiltagerð.

7.      Önnur mál.

8.      Fundi slitið.

 

1.     Formaður setti fund kl.17:10 og bauð nýjan bæjartæknifræðing velkomin til starfa.

2.      Jens P. Hjaltested  ræddi um nýafstaðna skoðunarferð nefndarinnar við Sandskeið.  Fyrir liggur að stofna þarf Skógræktarfélag Seltjarnarness eða ganga til samstarfs við skógræktarfélag á höfuðborgarsvæðinu.  Samþykkt var að skipa undirbúningsnefnd að stofnun skógræktarfélags á Seltjarnarnesi.  Samþykkt að Steinunn, Árni og Ingimar skipi nefndina.  Stofna skal félagið fyrir n.k. áramót.

3.      Tómas Sigurðsson umsjónarmaður með Staðardagskrá 21 var sérstaklega boðaður til fundarins.  Tómas gerði grein fyrir starfi verkefnishópsins.  Fyrirhugaður er fundur með bæjarbúum í október.  Tómas væntir þess að hópurinn skili tillögum til Umhverfisnefndar í lok nóvember.  Nefndin fundar á hverjum fimmtudegi kl.20:00 í sal bæjarstjórnar og eru allir velkomnir.  Verkefnisstjórnin samanstendur af eftirtöldum:  Tómas Sigurðsson, Þór Tómasson, Guðjón Jónsson og Stefán Bergmann.  Sigurlín Sveinbjörnsdóttir er starfsmaður og ritari nefndarinnar þar til hún hefur lokið starfi í lok nóvember.

4.      Gert er ráð fyrir að Fræðasetrið verði tekið í notkun 23. október n.k.  Væntanleg starfsemi rædd.

5.      Rædd voru fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2001.  Niðurstaða áætlunarinnar er kr.1.875.000 sem skiptist þannig:

 

Nefndarlaun Kr. 410.000

Staðardagskrá 21 Kr. 400.000

Skiltagerð Kr. 400.000

Hákarlaskúr Kr. 400.000

Garðaskoðun Kr. 100.000

Hreinsunardagur Kr. 115.000

Umhverfisd.  hbsv. Kr. 50.000

Þá er sótt um kr. 200.000 vegna stuðnings við stofnun Skógræktarfélags.

                                                                       

6.      Rætt um fyrirhuguð skilti í og við Gróttu og á fuglafriðunarsvæðinu við Bakkatjörn.  Formanni var falið að ræða við Lionsmenn um uppsetningu og frágang á þeim skiltum sem óuppsett eru.

7.      Kynntur fundur á vegum Náttúruverndarráðs á Höfn í Hornarfirði um umhverfismál.

Lögð fram greinargerð um hlaðinn garð við Valhúsaskóla frá Jóhanni Helgasyni

8.       Fleira var ekki fyrir tekið og fundi slitið kl.18:40.

 

Ingimar Sigurðsson (sign).

Margrét Pálsdóttir (sign).

Hrefna Kristmannsdóttir (sign)

Jens P. Hjaltested (sign)

Árni Einarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?