Fara í efni

Umhverfisnefnd

135. fundur 04. september 2000

Mættir: Jens Pétur Hjaltested,  Árni Einarsson, Hrefna Kristmannsdóttir, Ingimar Sigurðsson. Einnig mættu Hrafn Jóhannsson, bæjartæknifræðingur og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.

Dagskrá:

1)   Vettvangskönnun á landi Seltjarnarness við Sandskeið. Nefndin lagði land undir fót og hélt sem leið lá út fyrir höfuðborgarsvæðið til að skoða land það, sem Seltjarnarnesbær á óskipt með Kópavogsbæ milli Selfjalls í Lækjarbotnum og Sandskeiðs.  Tilgangur ferðarinnar var að kanna hugsanlegt gildi þess svæðis sem skógræktarsvæði fyrir Seltjarnarnesbæ. Með í för var Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar.

Land þetta er innan þess svæðis sem kallað hefur verið “græni trefillinn” í um 150-200 m hæð y.s., fremur skjóllítið og að mati þeirra er til þekkja talið nokkuð erfitt til ræktunar. Engu að síður mætti ná þar árangri sé litið til lengri tíma og þess, að stöðugt koma til harðgerðari kvæmi en áður hafa þekkst. Skógrægt ríkisins er að sögn Friðriks mjög áhugasöm um að gera gróðurtilraunir með harðgerðar tegundir á svæði eins og þessu og inn í slíkt verkefni gæti Seltjarnarnes að öllum líkindum gengið. 

Land á svæðinu (rústir við Arnarnípur-Rjúpnadalir-Bláfjallafólkvangur) hefur verið grætt upp með áburðarflugi og er orðið allvel gróið en var örfoka fyrir. Skoðað var svæði allt upp í yfir 200 m hæð og litið yfir svæði frá móbergshnjúkum rétt við Arnarnípur. Hópurinn taldi að álitlegasta svæðið væri um 25 ha svæði neðan og vestan við nýreystan vita hannaðan af ítalska listamanninum Claudio Parmiggiani.

           

2)   Heimsókn í Heiðmörk. Að lokum var farið að Elliðavatni þar sem umsjónarmaður Heiðmerkur, Vignir Sigurðsson og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, Sigurður G. Tómasson, tóku á móti okkur, sýndu okkur staðinn kynntu sögu Heiðmerkur og sýndu valda staði í Heiðmörk. Rætt var um hugsanlega aðstoð við verkefni Seltirninga og var því vel tekið.

Ferðin endaði á að snæddur var góður málsvörður við fuglasöng og Hrafn Jóhannns­son, sem er að hætta störfum hjá bænum, var kvaddur og þakkað frábært starf í þágu Umhverfisnefndar.

           

      Fundi slitið 20:00Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?