Fara í efni

Umhverfisnefnd

134. fundur 03. júlí 2000

Mættir: Jens Pétur Hjaltested, Margrét L. Pálsdóttir, Árni Einarsson en Árni er nýr fulltrúi í umhverfisnefnd og kemur í stað Gunnars Jónatanssonar, sem er fluttur af Seltjarnarnesi. Einnig mættu Hrafn Jóhannsson  og Sigríður Jóhannsdóttir formaður Skógræktarfélags Kópavogs

1)   Skógræktarsvæði við Sandskeið. Formaður bauð Sigríði velkomna og bað hana að skýra frá starfsemi Skógræktarfélags Kópavogs í skógræktarsvæðinu við Sandskeið. Sigríður sýndi lauslega hvar Kópavogur væri byrjaður að planta trjám. Ákveðið var að Sigríður myndi senda Hrafni kort í lit, sem sýndi það svæði, sem Kópavogur hefur nýtt.  Góður samstarfsvilji er um hið sameiginlega svæði, fundarmenn voru sammála um að Seltjarnarnes helgaði sér ákveðið svæði, ekki of langt frá bænum þar sem stutt væri að sækja vatn. Að öðru leyti myndi umhverfisnefnd taka afstöðu til málsins þegar Hrafn fengi svæðiskortið.

  Ljóst er að stofna þarf skógræktarfélag svo hægt sé að hefja  landgræðsluskógarverkefni, en þannig fást plöntur án endurgjalds hjá Landgræðslunni. Sé hins vegar um yrkiskóga að ræða, fást þrjár plöntur fyrir hvert tíu ára barn. Formaður þakkaði Sigríði komuna og vék hún af fundi.     

2)   Garðaskoðun. Formaður sagði að senn færi í hönd sá tími er garðaskoðun færi fram. Nefndi hann heppilegan tíma seinni-part júlímánaðar, en hugsanlega mætti hafa verðlaunaafhendingu þriðjudaginn 1. ágúst. Bað formaður Margréti um að hafa samband við Hrefnu, en hún hefur undanfarin ár stjórnað garðaskoðun umhverfisnefndar ásamt Steinunni Árnadóttur.

3)   Fuglatalning. Formaður sagði að fuglatalning í Gróttu og Suðurnesi hefði farið fram í byrjun júní. Í ljós kom, að varp er heldur að aukast. Í fyrra var talið að um 100 pör kría væru á Seltjarnarnesi, en í ár eru þau 150. Þetta má trúlega þakka markvissri eyðingu minks.

Þá kom fram að Jóhann Óli, Páll Steingrímsson og Friðjón Helgason hefðu lagt fram beiðni um gerð heimildarmyndar um fuglalíf á Seltjarnarnesi. Umhverfisnefnd hvetur til að ráðist verði í verkefnið og telur það sérstaklega jákvætt ef tækist að nýta heimildarmyndina sem kennsluefni og tengja það SD21 verkefninu.

 

4)   Önnur mál.

a)   Tekin var fyrir auglýsing um friðlýsingu Bakkatjarnar og næsta nágrennis.

b)   Formaður kynnti Árna Staðardagskrá 21.

c)   Hrafn bar fram þá ósk Félags eldri borgara í Kópavogi þess efnis, að fá að  fara akandi út í Gróttu og eftir   göngustígnum umhverfis golfvöllinn. Samþykkt að veita leyfi fyrir akstir út að húsum í Gróttu.

Fram kom, að semja þarf ákveðnar reglur um umferð út í Gróttu.

d)   Hrafn lagði fram greinagerð um hlaðinn garð við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, sem yrði tekin fyrir á næsta fundi.

e)   Rædd var sú hugmynd að setja upp göngu- og örnefnakort líkt og Vegagerðin hefur gert víða.

     Fundi slitið 18.30/mp



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?