Fara í efni

Umhverfisnefnd

133. fundur 25. maí 2000

Mættir: Jens Pétur Hjaltested, Margrét L. Pálsdóttir, Hrafn Jóhannsson  og Ingimar Sigurðsson Hrefna Kristmannsdóttir boðaði seinkun og  Tómas Sigurðsson forföll.

Dagskrá:

1.     Fundur settur.

2.     Hreinsunardagur.

3.     Sameiginlegur umhverfisdagur SSH.

4.     Kortagerð.

5.     Friðun umhverfis Bakkatjarnar.

6.     Golfvöllur – fyrirspurn um æfingasvæði.

7.     Staðardagskrá 21.

8.     Landgræðsla í landi Seltjarnarness við Sandskeið.

9.     Önnur mál.

10.   Fundarslit.

Fyrir var tekið:

 

1.            Fundur var settur af formanni kl.17:10.

2.            J.C Nes sá um undirbúning og framkvæmd.  Almenn ánægja með daginn, en nokkuð
       vantaði á almenna þátttöku allra félagasamtaka í verkefninu.  Samþykkt að óska
       eftir þátttöku
TKS og skólanna að ári. Jafnframt að skipuleggja og úthluta að nýju
       svæðum til félagasamtaka.

3.            Sam eiginlegur umhverfisdagur (SSH) verður n.k. laugardag 27. maí.  Jóhann
       Helgason jarðfræðingur hefur umsjón með náttúruskoðun um Suðurnes og
       Kristinn Magnússon sér um kynningu í Nesstofusafni.

4.            Göngukort af Seltjaranrnesi kom út í mánuðinum og var dreift í hvert hús á
       Seltjarnarnesi.  Kortið verður auk þess til sölu á bæjarskrifstofu Seltjarnarness
       og í Sundlaug Seltjarnarness og kostar kr.200.00.

5.            Umhverfisnefnd fellst á tillögur bæjartæknifræðings og Jóhanns Óla Hilmarssonar
       um afmörkun friðaðs svæðis umhverfis Bakkatjörn.  Bæjartæknifræðingi falið að
      
ganga frá auglýsingu um friðlýsingu í samráði við formann umhverfisnefndar og
       vísa henni að því loknu til bæjarstjórnar.

6.            Hrefna Kristmannsdóttir var nú mætt á fundinn.  Lagt fram erindi Golfklúbbsins
       um æfingasvæði.  Umhverfisnefnd telur að æfingasvæði norðan Nesstofu samrýmist
       ekki sjónarmiðum nefndarinnar um landnýtingu.  Formanni falið að svara erindi
       golfklúbbsins.  Steinunn Árnadóttir var nú mætt.

7.            Formaður kynnti fyrirspurn sem barst á síðasta bæjarstjórnarfundi um
       Staðardagskrárverkefnið og skipun verkefnastjórnar.  Formanni falið að
       svara erindi í samræmi við umræður á fundinum.
 

8.            Hrafn gerði grein fyrir stöðu mála og lagði fram kort af svæðinu.  Hrafni falið
       að vinna í málinu með Kópavogsbæ og fá fulltrúa þeirra á næsta fund nefndarinnar.
 

9.            Jens P. Hjaltested lagði fram „Ályktun Hafnarfjarðarráðstefnunnar 4. apríl 2000.“

       Kynnt námskeið um umhverfismál fyrir starfsmenn og stjórnendur sveitarfélaga.
     Samþykkt að vísa því til verkefnisstjórnar Staðardagskrár 21.  Áætlaður
       kostnaður er kr.85.000 + ferðakostnaður + uppihald leiðbeinanda.
 

10.        Fleira var ekki gert og fundi slitið kl.19:05.

Ingimar Sigurðsson (sign).

Hrefna Kristmannsdóttir (sign)

Margrét Pálsdóttir (sign).

Jens P. Hjaltested (sign).



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?