Fara í efni

Umhverfisnefnd

129. fundur 20. október 1999

Mættir:   Hrefna Kristmannsdóttir, Gunnar Jónatansson, Jens Pétur Hjaltested, Margrét Pálsdóttir

Ágúst Ragnarsson auk Hrafns Jóhannsson, bæjartæknifræðings og Steinunnar Árnadóttir, garðyrkjustjóra.

 

Í upphafi fundar var nýr aðalmaður Ágúst Ragnarsson boðinn velkominn.

 

1. Fjárhagsáætlun. Drög að fjárhagsáætlun voru lögð fram og rædd. Formaður umhverfisnefndar, Jens Pétur Hjaltested gerði grein fyrir nýjum liðum. Í umræðu um uppsetningu skilta kom fram tillaga frá Hrafni Jóhannssyni um að merktir yrðu þrír grunnlínupunktar (kóngspunktar) í landi Seltjarnarness sem verða aldargamlir á næsta ári. Var það samþykkt og ákveðið að Hrafn hefði samband við Landmælingar Íslands af því tilefni. Fjárhagsáætlun var síðan samþykkt.

 

2. Aldamót-skólaverkefni. Samþykkt var að Margrét tæki að sér framkvæmd þessa verkefnis, sem felst í því að efna til myndasamkeppni með aldamótin sem tema.

 

3. Landgræðsla í landi Seltjarnarness á Sandskeiði.Rætt var um mögulega staðsetningu og fram kom að æskilegt væri að nýta unglingavinnuna í nokkra daga við framkvæmdina. Hrafni var falið að vinna undirbúningsvinnu að staðarvali.

 

4. Staðardagskrá 21. Jens Pétur kynnti stöðu verkefnisins. Áætlað er að halda kynningarfund í nóvember. Lögð fram drög að kynningarbæklingi sem bera á í hvert hús í bænum. Rætt  var um skipun verkefnisstjórnar fyrir staðardagskrá 21.

 

5. Kortagerð. Ákveðið var að hefja strax undirbúningsvinnu að gerð göngu- og upplýsingakorts. Verkinu yrði svo lokið á næsta ári.

 

6. Önnur mál. Rætt var um nýtingu á Norðurtúni og stígagerð á framnesinu.

 

Fundi slitið kl. 10.

 

Hrefna Kristmannsdóttir  (sign)        Jens Pétur Hjaltested  (sign)

Gunnar Jónatansson  (sign)               Margrét Pálsdóttir (sign)

Ágúst Ragnarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?