Fara í efni

Umhverfisnefnd

19. desember 2011

235. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn 19. desember 2011 kl. 17:15 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Helgi Þórðarson, Brynjúlfur Halldórsson og Steinunn Árnadóttir. Helga Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi fyrir Samfylkinguna sat fundinn
Steinunn Árnadóttir ritaði fundargerð

Dagskrá:

  1. Sjálfbær sveitafélaög. Málþing á Selfossi 13. október 2011.
    Margrét kynnti fund sem hún sat varðandi þetta mál.
  2. Málsnúmer 2011100033.
    Sjöunda Umhverfisþing Umhverfisráðuneytis haldið 14. október 2011 Selfossi.
    Margrét kynnti nefndinni fund Umhverfisráðuneytisins sem hún sat á Selfossi
  3. Málsnúmer 2011100011.
    Uppgræðsla á beitarhólfinu á Mosfellsheiði, Hengilsvæði og nágr. 2012. Bréf lagt fram til kynningar og samþ 100.000 kr framlag til Landgræðslu Ríkisins.
  4. Málsnúmer 2011010070. Friðlýsing Skerjafjarðar.
    Málið kynnt fyrir nefndinni. Fundur væntanlegur með Önnu K. Ólafsdóttur hjá Umhverfisstofnun fljótlega á næsta ári.
  5. Málsnúmer 2011100061.
    Bréf frá UST vegna tilnefningar fulltrúa í vatnasvæðisnefnd.
    Bréf lagt fram til kynningar fyrir nefndina.Stefán Eiríkur Stefánsson tæknifræðingur bæjarins og Þorsteinn Narfason heilbrigðisfulltrúi verða fulltrúar Seltjarnarnesbæjar
  6. Málsnúmer 2011120029.
    Viðhorf umhverfisnefndar vegna lausagöngu landnámshæna í þéttbýli.
    Umhverfisnefnd mun kynna sér viðlíka mál í öðrum sveitarfélögum.
  7. Málsnúmer 2010020084.
    Kynning á áhættumati vegna vatnsverndar á Bláfjallasvæði. Fundarboð frá SSH.
    Málið lagt fram til kynningar .
  8. Málsnúmer 2011120023.
    MP sendir bréf til Ólafs Arnars Jónssonar hjá Umhverfisstofnun vegna fræðaskilta. Í svari UST kemur fram að til stendur að setja upp fræðaskilti á Valhúsahæð 2013, en við Gróttu og Bakkatjörn árið 2014. Sett verða upp minni einföld skilti í sumar 2012 þar sem á stendur nafn svæðis og að þau séu friðlönd.
  9. Málsnúmer 2011060006.
    Daltjörn. Skýrsla Náttúrufræðistofnunar Kópavogs.
    Haraldur Rafn Ingvason kynnti nýútkomna skýrslu Náttúrufræðistofu Kópavogs varðandi lífríki Daltjarnar. Niðurstöður skýrslu eru að ekki er mælt með því að sjó verði dælt í tjörnina og einnig er áhætta í því fólgin að dýpka tjörnina. Óhætt er talið að dæla ferskvatni í tjörnina.
  10. Hvítbók. Bókin er undanfari löggjafar til verndar náttúru Íslands.
    Hvítbók er lögð fram til kynningar , hún er undanfari nýrra náttúruverndarlaga á Íslandi. Hvítbókin er á vef Umhverfisráðuneytis.
  11. Málsnúmer 2010020084.
    UST sendir kynningu á drögum að áfanga- og verkáætlun vegna vatnaáætlunar.
    Margrét kynnti málið og ákveðið að taka það aftur á dagskrá síðar.
  12. Málsnúmer 2011100055.
    Kynnt samkomulag við Háskóla Íslands um kennsluvettvang fyrir fornleifafræðirannsóknir á safnasvæði Ness.
  13. Umhverfisfræðsla í Mýrarhúsaskóla.
    Margrét kynnti nefndinni umhverfisfræðslu í Mýrarhúsaskóla. Upplýsingar munu vera að finna á vef Mýrarhúsaskóla.
  14. Málsnúmer 201120024.
    Könnun á ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið rætt og nefndin bíður niðurstaðna.
  15. Málsnúmer 2010110002. Fjárhagur umhverfisnefndar.
    Formaður kynnti útgjaldaliði og mun senda nefndarmönnum nánari upplýsinga varðandi fjárhag nefndarinnar.
  16. Málsnúmer 2011120025. Lausaganga hunda. Bréf frá Jóhanni Óla lagt fram.
    Fram kemur í bréfi frá Jóhanni Óla að hann telur að hundar og varpfuglar fari ekki saman. Ákveðið að ræða frekar um þetta á næsta fundi. Brynjólfur lagði fram fyrirspurn varðandi hvað margir kettir og hundar eru skráðir á Seltjarnarnesi. Steinunn garðyrkjustjóri útvegar þessar upplýsingar fyrir næsta fund.
  17. Málsnúmer 2011120026. Endurbætt fuglaskilti við Bakkatjörn og Gróttu.
    Margrét fjallaði um fuglaskilti við Bakkatjörn og Gróttu og ákveðið að taka þetta fyrir á næsta fundi.
  18. Fornleifaskráning unnin af Elínu Ósk Hreiðarsdóttur og Rúnari Leifssyni sem umhverfisnefnd lét vinna árið 2006 er nú aðgengileg á heimasíðu bæjarins.
    Margrét upplýsti að skýrslan er komin á heimasíðu bæjarins.
  19. Önnur mál.
  20. H Þ kynnti hugmyndir sínar varðandi skilti fyrir sögu Seltjarnarnes. Finnur Arnar listamaður hefur unnið hugmyndir um skilti fyrir Seltjarnarnes og komið með tillögur .
    Margrét kynnti verkefni sem Sverrir Bollason kom með til kynningar á fund hér á Seltjarnarnesi. Sverrir er fulltrúi Reykjavíkurborgar í þessu verkefni.
    Erindi um styrk við samtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs. Samþ.
    Rætt um Umhverfishornið í Nesfréttum.

Fundi slitið kl. 20:05

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?