Fara í efni

Umhverfisnefnd

128. fundur 24. ágúst 1999

Mættir:   Hrefna Kristmannsdóttir, Gunnar Jónatansson, Jens Pétur Hjaltested, Margrét Pálsdóttir sem tekið hefur tímabundið sæti Ingimars Sigurðssonar sem aðalmaður.      

 

Dagskrá:

1.    Sorphirðumál.

2.    Staðardagskrá 21.

3.    Heimasíða.

4.    Önnur mál.

 

1.           Sorphirðumál.

Umræða um sorphirðumál frestað vegna forfalla fulltrúa Sorpu sem segja átti frá stöðu mála. 

2.           Staðardagskrá 21:

Elín Vignisdóttir hefur verið að vinna að söfnun upplýsinga og samantekt vegna verkefnisins.  Lögð var fram hugmynd að markmiðssetningu fyrir Staðardagskrá, kynnt af Elínu. Ákveðið að ganga frá  þeim innan viku, eftir að settar hafa verið inn fram komnar tillögur.

Elín kynnti einnig hugmyndir að verkefnalista tengdum markmiðssetningunni.       

3.           Heimasíða:  http://www.seltjarnarnes.is/stadardagskrá21.htm  

Sölvi Þór Bergsveinsson mætti á fundinn og sýndi fulltrúum heimasíðuna um Staðardagskrá 21, sem er komin mjög vel á veg.  Leist mönnum vel á það sem komið var.  Rætt var um að koma upp heimasíðu Umhverfisnefndar með upplýsingum um störf hennar og hvað er á dagskrá.    

4.           Önnur mál:

4.1    Hólminn í Bakkatjörn:  Borist hafa umbeðnar áltisgerðir frá Nátturuvernd ríkisins (fylgiskj.1) og Jóhanni Óla Hilmarssyni (fylgiskj. 2). Í álitsgerðunum kemur fram að ekki er lagst gegn því að nýr hólmi verði settur í Bakkatjörn.  Bent er á að fyllstu aðgæslu sé viðhöfð við uppbyggingu hólmans og að rask á botni tjarnarinnar yrði sem minnst. Lögð fram greinargerð frá Stefáni Bergmann. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við álitsgerðirnar.

4.2     Fjárhagsáætlun:   Rætt um gerð fjárhagsáætlunar.

4.3    Fyrirspurn til Steinunnar um hvort unnt væri að setja ruslatunnur við göngustíg á        Norðurströnd.  Fram kom að það stendur til.

 

  Fundi slitið kl.17:40. Hrefna Kristmannsdóttir  (sign) Jens P. Hjaltested (sign)

  Gunnar Jónatansson (sign)            Margrét Pálsdóttir  (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?