Fara í efni

Umhverfisnefnd

127. fundur 28. júní 1999

Mættir: Jens Pétur Hjaltested, Tómas Sigurðsson, Gunnar Jónatansson, Margrét Páls-dóttir,  Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri, Hrafn Jóhannsson bæjartæknifræðingur er ritaði fundargerð.

Elín Vignisdóttir mætti á fundinn.

 

Fyrir var tekið:

 

1.              Staðardagskrá 21.

Tómas Sigurðsson greindi frá stöðu verkefnisins.

Elín Vignisdóttir nemi í landfræði hefur verið ráðin til starfa í sumar fyrir umhverfisnefnd vegna verkefnisins.  Rætt var um forgangsröðun verkefnanna.  Gunnar Jónatansson lagði fram eftirfarandi tillögu, sem fundurinn samþykkti:

„Framkvæmd staðardagskrá 21 er geysilega víðfemt verkefni.  Það er mjög mikilvægt að fá til liðs við umhverfisnefndina áhugafólk sem er með tengingu í helstu félög og þar með íbúa á Seltjarnarnesi.  Hér er ekki um skammtímaverkefni að ræða heldur í raun kynningu og mótun á nýjum hugsunarhætti hvað varðar umhverfismál í víðum skilningi.“

Gunnar Jónatansson (sign).

 

2.              Nýr hólmi í Bakkatjörn - Friðun tjarnarinnar og nánasta umhverfi hennar.

Jens Pétur Hjaltested ræddi um hólmann í tjörninni og jafnframt um framkvæmd við annan hólma. Rætt um tillögu um að koma upp fuglaverndunarsvæði við tjörnina.  Þegar hefur verið leitað álits Náttúruverndar ríkisins og Jóhanns Óla Hilmarssonar vegna tjarnarinnar. Beðið er álitsgerðar Náttúruverndar en Jóhann Óli Hilmarsson gaf jákvæða umsögn fyrir öðrum hólma.

 

3.              Deiliskipulag vestursvæða. 

Umhverfisnefnd telur að endurskoða þurfi staðsetningu stíga í næsta nágrenni Bakkatjarnar með tilliti til hugsanlegrar friðunar tjarnarinnar og nánasta umhverfis hennar.

 

4.              Garðaskoðun.

Jens Pétur Hjaltested ræddi um árlega garðaskoðun og viðurkenningar fyrir fegurstu garða.  Stefnt að því að ljúka skoðun í júlí og afhenda viðurkenningar fimmtudagainn 29 júlí.  Ákveðið að Hrefna Kristmannsdóttir og Gunnar Jónatansson sjái um Garðaskoðunina að þessu sinni.

 

5.              Hlaðinn veggur við Valhúsaskóla.

Jens Pétur Hjaltested ræddi um vegginn og benti á að tilgreina mætti hann sem framlag Seltjarnarnesbæjar til verðlauna SSH sem merkt framlag til  umhverfis og útivistar.  Hrafn Jóhannsson  beðinn um að taka saman upplýsingar um garðinn við Valhúsaskóla.

 

Önnur mál.

 

6.              Jens Pétur Hjaltested ræddi um fuglatalningu í Gróttu sem framkvæmd var í byrjun júní.  Mjög mikil fækkun hefur orðið á varpi hjá öllum tegundum frá síðustu talningu 1997.

Hrafn Jóhannsson beðinn um að fá minkaeyði til hjálpar.

 

7.              Jens Pétur Hjaltested ræddi um staðsetningu á grilli við varðskýlið í Suðurnesi.

 

8.              Hrafn Jóhannsson skýrði frá opnun tilboðs í lokafrágangi í byggingu fræðaseturs í Gróttu.

 

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl.09:40.  Hrafn Jóhannsson.

 

 

Jens P. Hjaltested (sign).

Tómas Sigurðsson (sign).

Gunnar Jónatansson (sign).

Margrét Pálsdóttir (sign).



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?