Mættir: Gunnar Jónatansson, Jens Pétur Hjaltested, Hrefna Kristmannsdóttir, Tómas M. Sigurðsson, einnig Hrafn Jóhannsson, bæjartæknifræðingur og Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri.
Jens Pétur tilkynnti að Ingimar Sigurðsson hefði beðið leyfis fram í haust vegna anna og tæki Sigríður Einarsdóttir við af honum á meðan.
Fundarritari var Gunnar Jónatansson.
1. Staðardagsskrá 21.
Tómas Sigurðsson kynnti uppkast. Vantar enn inn í kafla um almennar upplýsingar og um framlag bæjarins til hinna ýmsu málaflokka. Hrafni falið að ná í þessar upplýsingar. Nefndin fór yfir uppkastið og gerði nokkrar athugasemdir. Elín Vífilsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til um það bil 2 mánaða sem starfsmaður við verkefnið.
2. Hreinsunardagur hefur verið ákveðinn 15. maí.
3. Umhverfisdagur á höfuðborgarsvæðinu er áætlaður helgina 29 – 30 maí. Ákveðið að taka þátt í henni 29 maí og helga daginn kynningu á stríðsminjum á Seltjarnarnesi.
4. Nýr hólmi í Bakkatjörn. Til er staðsetning tveggja hólma á staðfestum skipulags-uppdrætti sbr. upplýsingar bæjartæknifræðings. Ákveðið að leita álits Nátturufræðistofnunnar Íslands.
5. Fyrirspurn frá vélhjólaklúbbnum um vélhjólabraut í landi Seltjarnarness og Kópavogs hjá Efri Fóelluvötnum. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við leyfisveitingu.
Fundi slitið kl. 10:15.
Hrefna Kristmannsdóttir (sign) Guðjón Jónatansson (sign)
Tómas M. Sigurðsson (sign) Jens Pétur Hjaltested (sign)