Fara í efni

Umhverfisnefnd

118. fundur 05. október 1998

Mættir: Gunnar Jónatansson, Jens Pétur Hjaltested, Hrefna Kristmannsdóttir, Tómas M. Sigurðsson, Sigríður Einarsdóttir, einnig Hrafn Jóhannsson, bæjartæknifræðingur og Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri.

     

Fundarritari var Gunnar Jónatansson.

 

       Dagskrá:     1. Staðardagskrá 21.

         2. Gróður fyrir fólk.       

         3. Fjárhagsáætlun 1999.

         4. Önnur mál.

        

        1.     Jens Pétur greindi frá því að við erum eitt af 25 sveitarfélögum sem munu væntanlega taka þátt í sameiginlegu verkefni um staðardagskrá 21.  Spurning hvort ekki þurfi að koma til sérstakur starfsmaður.  Þrátt fyrir óskir um samstarf um sameiginlegan  starfsmann á höfuðborgarsvæðinu, þá hefur ekki borist svar um slíkt.  Jens Pétri falið að ítreka óskir um samstarf milli sveitarfélaga á höfuðborgar-svæðinu.

 

 

2.     Kynnt var kostnaðaráætlun frá samtökum er nefnast Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs. Tillaga hafði borist formanni um að nefndin hlutist til um að útvega landssvæði til ræktunar fyrir Seltirninga í nágrenni bæjarins.

       Formaður dreifði kostnaðaráætlun vegna flutnings og dreifingar lífrænna efna til uppgræðslu svæðis við Þingvallaleið  (nágrennis Vinaskógs).

       Garðyrkjustjóra falið að kanna málið frekar með fulltrúa frá samtökunum Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs. 

 

 

3.     Formaður dreifði drögum að fjárhagsáætlun Umhverfisnefndar Seltjaranrness.  Heildarkostnaður fjórar milljónir.  Almenn umræða um einstaka liði, fjárhagsáætlun samþykkt.

 

 

4.    Önnur mál:

 

a.  Tillaga formanns að föstum fundartímum, eins að breyttum fundarstað lögð fram.  Fundir nefndarinnar verða framvegis í Mýrarhúsaskóla, eldri.  Fundir skulu vera  almennt á fimmtudögum.

 

     b.  Lögð fram kynning frá Náttúruvernd ríkisins um fund sem haldinn verður 23. og 24. október um ýmis náttúruverndarmál.

 

     c.  Gunnar óskaði eftir umræðu  um skipulagsmál sjá meðfylgjandi bókun.

 

        Bókun:

       Umhverfisnefnd átelur harðlega vinnubrögð  bæjaryfirvalda í málefnum Suðurmýrar 40-46.  Á lóðinni hafa verið leyfðar fjölmargar breytingar sem ættu skilyrðislaust að kalla á grenndarkynningu og jafnframt þyrfti að eiga sér stað kynning á nýju deiliskipulagi.  Sem dæmi um breytingar frá fyrra skipulagi má nefna:

 

       1.     Um er að ræða verulega breytingu á byggingarmagni.

       2.     Göngustígur hefur verið færður til.

       3.     Aðkoma að einni lóðinni er innan úr hverfinu frá Eiðismýri.

 

       Umhverfisnefnd skorar á bæjaryfirvöld  að bregðst við hið fyrsta og reyna að minnka þann skaða sem nú þegar er orðinn.  Hætta er á skaðabótakröfu ef í ljós kemur brot á skipulagslögum.

            Gunnar Jónatansson (sign).

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.19:00.

 

Gunnar Jónatansson (sign)      

Jens P. Hjaltested (sign)

Hrefna Kristmannsdóttir (sign)

Tómas M. Sigurðsson (sign)

Sigríður Einarsdóttir (sign) Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?