237. fundur umhverfisnefndarSeljarnarness haldinn 4. apríl 2012 kl. 17:00 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.
Mættir; Andri Sigfússon, Brynjúlfur Halldórsson, Elín Helga Guðmundsdóttir, Helgi Þórðarson, Margrét Pálsdóttir og Steinunn Árnadóttir Garðyrkjustjóri.
Gestir: Anna K. Ólafsdóttir, Þórdís V. Bragadóttir og Guðmundur J. Helgason en þau vika af fundi eftir 1. Mál.
Fyrir var tekið:
- Málsnúmer 2011010070.
Friðlýsing Skerjafjarðar. Á mætir fundinn Anna K. Ólafsdóttir frá Umhverfisstofnun og mun kynna málið.
Umhverfisnefnd er fylgjandi friðlýsingaráformum á fjörum Skerjafjarðar og leggur áherslu á samráð og kynningu við bæjarbúa. - Málsnúmer. 2012010046.
Búðatjörn og lífríki hennar.
Umhverfisnefnd er sammála um að Náttúrufræðistofa Kópavogs rannsaki lífríki Búðatjarnar, samkvæmt tilboði. - Málsnúmer 20111200023.
Upplýsinga- og fræðsluskilti fyrir Seltjarnarnes.
Umhverfisnefnd telur tímabært og brýnt að hefja vinnu við gerð upplýsinga- og fræðsluskilta á Seltjarnarnesi. Nefndin óskar eftir samvinnu við menningarnefnd ásamt skipulags- og mannvirkjanefnd bæjarins varðandi útfærslu á þessu verkefni. - Málsnúmer 2011090002.
Merking bátavara.
Umhverfisnefnd samþykkir merkingu bátavara á Seltjarnarnesi í samstarfi við Lions klúbbinn á Seltjarnarnesi. H.Þ.er mótfallinn þessari útfærslu. - Málsnúmer 2011060007.
Hreinsunarvika.
Umhverfisnefnd stefnir að hreinsunardegi þann 5. maí nk. - Önnur mál.
a) Samræming á reglum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um kattahald samkv. Fundargerð SSH dags. 26.mars 2012. lögð fram.