Fara í efni

Umhverfisnefnd

24. apríl 2012

238. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 24. apríl 2012 kl. 17:00 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Helgi Þórðarson,

Brynjúlfur Halldórsson, Jónas Friðgeirsson og Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri.

Áheyrnarfulltrúi: Helga Sigurjónsdóttir boðaði forföll.

  1. Fundur settur.
    Formaður setti fund kl.17:00
  2. Málsnúmer 2011060007. Hreinsunardagur.
    Fólk úr klúbbum og félögum hreinsa fyrirfram ákveðin svæði ásamt bæjarbúum laugardaginn 5.maí n.k. Umhverfisnefnd verður sýnileg og virk á hreinsunardegi Seltirninga.
  3. Málsnúmer 20111200023. Skilti vegna umferðar hunda og katta á tímabilinu 1. maí til 15. júlí.
    Umhverfisnefnd hyggst ítreka gildandi reglur um umferð hunda og katta með auglýsingu. ásamt einblöðungi til skráðra hundaeigenda.
  4. Málsnúmer 2011060004. Viðurkenningar til útskriftarnema í Valhúsaskóla.
    Umhverfisnefnd samþykkir bókagjafir með sama sniði og áður.
  5. Málsnúmer 2011060003. Garðaskoðun.
    Ákveðið að senda dreifipóst á alla bæjarbúa vegna Umhverfisviðurkenninga 2012.
  6. Málsnúmer 2011030032. Bryggja í Gróttu.
    Rotaryklúbbur Seltjarnarness hefur haft frumkvæði að uppbyggingu og vinnur verkið í samráði við Umhverfisnefnd. Fengist hefur framkvæmdaleyfi frá Umhverfisstofnun.
  7. Önnur mál.
  1. Umhverfisnefnd ræddi forsendur fyrir friðlýsingu Skerjafjarðar. Nefndin telur mikilvægt að málið sé unnið í samráði við hagsmunaaðila. t.d. með opnum fundi um umhverfismál hér Seltjarnarnesi.

  2. Nefndin telur brýnt að brugðist sé við viðhaldsþörf á bílaplaninu við Eiðistorg en planið er illa farið og holótt.

  3. Tekið til umræðu bréf frá Bjarna Degi Jónssyni um Álftapar í hólmanum í Bakkatjörn. Nefndin leitaði álits hjá fuglafræðingi, Jóhanni Ó. Hilmarssyni vegna þessa. Nefndin telur ekki þörf á að grípa til aðgerða að svo stöddu.

  4. Nefndin telur mikilvægt að leitað sé leiða sem stuðla að aukinni endurvinnslu og flokkun á heimilissorpi, t.d. með tveggja tunnu kerfi við sorplosun.

  5. Umhverfisnefnd kallar eftir gögnum um fyrirhugaðan grafreit hér á Seltjarnarnesi.

Fundi slitið kl. 18:40.

Margrét Pálsdóttir, sign

Elín Helga Guðmundsdóttir, sign

Helgi Þórðarson, sign

Brynjúlfur Halldórsson, sign

Jónas Friðgeirsson, sign

Fundargerð ritaði Brynjúlfur Halldórsson.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?