Fara í efni

Umhverfisnefnd

26. júní 2012

239. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 26. júní 2012 kl. 17:00 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Helgi Þórðarson, Andri Sigfússon, Brynjúlfur Halldórsson

Áheyrnarfulltrúi: Helga Sigurjónsdóttir

Fyrir var tekið:

 1. Fundur settur 17:15
 2. Málsnúmer 2011060003
  Garðaskoðun. Rætt um ábendingar hafa borist frá bæjarbúum um falleg tré og garða í bæjarfélaginu. Stefnt er að verðlaunaafhendingu mánudaginn 23. júlí kl. 17:00 í vallarhúsi við knattspyrnuvöll.
 3. Málsnúmer 2011060054.
  Kynnt ljósmyndabók um Flóru Seltjarnarness eftir Önnu Birnu Jóhannsdóttur. Nefndin lýsir áhuga á að kaupa nokkur eintök af bókinni handa skólabókasafni grunnskólans þegar verð liggur fyrir.
 4. Málsnúmer 2012060037.
  Lagt fram bréf frá grunnskólanemum í 5. og 6. bekk með ábendingum um umhverfið og umferðaröryggi í bænum eftir vettvangsskoðun á degi umhverfisins 25. apríl síðast liðinn. Nefndin fagnar áhuga og ábendingum nemenda. Ábendingunum verður komið á framfæri við tæknifræðing og garðyrkjustjóra til úrlausnar. Formaður mun senda nemendum svar umhverfisnefndar.
 5. Málsnúmer 2011010070.
  Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að tekin verði afstaða til friðlýsingar Skerjafjarðar og vinna hafin við undirbúning sem allra fyrst.
 6. Önnur mál.
 1. Nefndin gerir athugasemd við efnissöfnun við göngustíg meðfram Seltjörninni. Óskað er eftir skýringum fyrir næsta fund frá tæknideild bæjarins um það hvar og hvenær efnið verður notað.

 2. Stefnt er að því að haldið verði umhverfisþing í haust með svipuðu sniði og skólaþing sem haldið var haustið 2011. Markmið umhverfisþings verði að fá fram hugmyndir bæjarbúa varðandi endurskoðun á umhverfisstefnu bæjarins og hugmyndir að aðgerðum í þágu umhverfismála.

  Fundi slitið kl. 19:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?